Blær þvær sér um hendur

Öll höfum við fengið góða æfingu að undanförnu í að þvo okkur vel um hendur. Blæ finnst mikilvægt að minna á handþvottinn og því höfum við gefið út lag sem fjallar um handþvott. Þeir skólar sem vinna með Vináttu geta fengið hjá okkur veggspjald með texta og leiðbeiningum um handþvott og svo má nálgast lagið á Spotify