Jóla-Blær

Jóla - Blær

Bangsinn Blær er táknmynd vináttu, umburðarlyndis, virðingar, umhyggju og hugrekkis. Einnig á aðventu og um jól. Gott er að hafa gildi Vináttu í huga þegar jólin eru undirbúin og um hátíðirnar sjálfar; jákvæðni, grín og gleði, samkennd og samvinnu. Að allir fái að tilheyra hópnum er lykilatriði og að hver og einn fái að njóta sín og sýna eigin styrkleika.

Hér að neðan má sjá nokkrar hugmyndir að jólaföndri þar sem Blær og Vinátta leika stórt hlutverk.

Jóla- Vináttuhjörtu

Hjálpum börnunum að sjá það jákvæða í hópnum. Á hjörtun er hægt að skrifa eitthvað jákvætt um félagann, hópinn eða leikskólann, orð frá börnunum sjálfum

Hér má finna skapalón af Vináttuhjörtunum sem hægt er að prenta út

Jóla-Vináttuhjörtu fyrir fullorðna

Dreifðu jólagleðinni og segðu samstarfsfólki þínu hvað þér þykir vænt um að vinna með því og lýstu jákvæðum eiginleikum þeirra.

Í jólahjörtu má nota hvaða efnivið sem er, en gott er að nota mest verðlaust efni. Það er betra fyrir umhverfið og þá framtíð barnanna. Svo þarf auðvitað, skæri, lím og liti.

Hér má finna skapalón af Vináttuhjörtunum sem hægt er að prenta út

Jólakúlur (fyrir börn)

Skapalón fyrir föndrið og leiðbeiningar fylgir má finna hér, en auðvitað er hægt að teikna og mála sjálfur og þá er fjólublái liturinn tilvalinn, enda bæði litur Vináttu og aðventu.

Gott er að nota gamlar og slitnar jólakúlur sem annars væru ekki notaðar sem skraut. Til að klæða kúlurnar má nota margs konar pappír og skraut eftir smekk hvers og eins og þá er fallegt verðlaust efni tilvalið, eins og falleg sælgætisbréf, gamall kreppappír, auk skæra, líms og lita.

Hér má finna hugmyndir að jólakúlum

 

Hjarta með Blæ - Nýtt!

Þetta fallega hefðbundna jólaföndur er nú fáanlegt hér og að sjálfsögðu skreytt með Blæ.      

Jólahjartað kemur í tveimur stærðum.

Jólahjarta með Blæ - minna (hentar betur eldri börnum)

Jólahjarta með Blæ - stærra (hentar betur með yngri börnum) 

 

Annað skraut:

Jóla – Blær klifrar í hillum.

Jóla – Bær klifrar í hillum til að lita.

Jóla – Blær sprellikarl.

Jóla – Blær sprellikarl til að lita.

Jóla – Blær með pakka, til að lita.

Gangi ykkur vel

Með Vináttukveðju.