Neyðaraðstoð Barnaheilla

Barnaheill – Save the Children hafa veitt neyðaraðstoð vegna stríðs eða náttúruhamfara í rúmlega tvo áratugi, meðal annars í Afganistan, Kambódíu, Úganda, Indónesíu, Haítí, Pakistan, Japan, Nepal, Sýrlandi og Jemen.

Verkefni sem studd eru af Barnaheillum - Save the Children eru meðal annars:

  • að útvega flóttamönnum lífsnauðsynjar á borð við mat, vatn, lyf og önnur neyðargögn
  • að útvega börnum í flóttamannabúðum nauðsynleg námsgögn
  • að koma á fót öruggum náms- og leiksvæðum fyrir börn
  • að koma á sálfræðilegum stuðningi við börn og fjölskyldur þeirra í flóttamannabúðum
  • Styðja við börn og fjölskyldur þeirra sem hafa orðið fyrir áhrifum náttúruhamfara

 

STYRKJA STARFIÐ