Jemen

Jemensk börn hafa búið við stríðsástand í meira en fimm ár og er mannúðarkreppan í landinu sú versta í heiminum í dag. Vegna átakanna sem standa yfir í Jemen hefur efnahagskerfi landsins hrunið, grunnþjónusta lamast og lífsskilyrði fólks versnað gífurlega.

Hungursneyð í landinu er sú alvarlegasta sem þekkist í heiminum og versnar með hverjum deginum. Talið er að um 24 milljónir manna þurfi á mannúðaraðstoð að halda - um 80% landsmanna - þar af meira en 12,3 milljón börn. Á tíu mínútna fresti deyr barn í landinu vegna vannæringar, beinbrunasóttar, kóleru, niðurgangspesta eða í loftárásum. Meirihluti barna hefur ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni og hreinlætisaðstöðu og milljónir barna þjást af alvarlegri vannæringu. Þúsundir barna hafa verið drepin eða limlest í stríðinu og meira en helmingur barna í landinu þjáist af andlegum veikindum á borð við ótta og kvíða, sem getur haft langvarandi áhrif á heilsufar þeirra. Mikill skortur er á barnageðlæknum í landinu og búast má við yfirvofandi geðheilbrigðiskreppu í landinu. Einungis helmingur heilbrigðisstofnana í landinu er starfandi en árásir á heilbrigðisstofnanir hlaupa á hundruðum. Þær heilbrigðisstofnanir sem eru starfandi eru ekki í stakk búnar til þess að taka á móti þeim miljónum manna sem þurfa á brýnni heilbrigðisþjónustu að halda í landinu.

Milljónir barna á skólaaldri stunda ekki nám en þúsundum menntastofnana hefur verið lokað sökum ástandsins. Þá hafa skólar skemmst eða eyðilagst. Hátt hlutfall barna er í kjölfarið hneppt í barnaþrælkun. 

Barnaheill - Save the Children á Íslandi veita neyðaraðstoð til jemenskra barna með stuðningi utanríkisráðuneytisins.

 

STYRKJA NEYÐARAÐSTOÐ

FRÉTTIR 

13. maí 2020 - Dauðsföllum í Jemen fjölgar og sjúkrahúsum lokað vegna Covid-19

6. maí 2020 - Fyrsta tilfelli Covid-19 sýkingar staðfest í Jemen

7. apríl 2020 - Stærsta neyðarkall Barnaheilla – Save the Children frá upphafi – til verndar börnum gegn áhrifum Covid-19 heimsfaraldursins

27. janúar 2020 - Að minnsta kosti 78 börn hafa látist af beinbrunasótt í Jemen5

5. febrúar 2020 - Átökin í Jemen hafa áhrif á geðheilsu barna

31. janúar 2019 - Eitt af hverjum tíu börnun í Jemen hrakið að heiman vegna stríðs og ofbeldis

16. maí 2019 - Átakið Stöðvum stríð gegn börnum hófst formlega í dag

12. desember 2018 - Aðstæður barna í Jemen eru skelfilegar

5. desember 2018 - Jólapeysan 2018 – fjáröflunarátak í samstarfi við Lindex

22. nóvember 2018 - 85.000 börn dáið úr hungri í Jemen

19. október 2018 - Barnaheill – Save the Children hvetja til þess að vopnasala til Sádi-Araba verði stöðvuð þar til þeir hætta að brjóta alþjóðareglur