Lýðstjórnarlýðveldið Kongó

Átök hafa geisað í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó í meira en tvo áratugi. Átökin eru mannskæðasta neyðarástand í heiminum í dag. Mannréttindabrot eru framin úti um allt land og kynferðisofbeldi er beitt sem stríðsvopni. Þar í landi eru börn gríðarlega berskjölduð en ítrekað hefur verið ráðist inn í skóla og sjúkrahús og hefur fjöldi barna verið drepinn eða þau beitt ofbeldi. Einnig veldur vannæring, vosbúð af ýmsu tagi og sjúkdómar á borð við Ebólu og Kóleru miklu manntjóni í landinu. Brýnt er að bæta aðstæður og öryggi barna í Kongó með því að auka mannúðaraðstoð til handa börnunum og fjölskyldum þeirra.