Sýrland

Átökin í Sýrlandi, sem hafa staðið yfir í meira en 9 ár, eru lifandi martröð fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Milljónir barna hafa aldrei þekkt annað en stríðsástand. Rannsóknir hafa sýnt fram á að átökin munu hafa langvarandi áhrif á börn, en þau þjást mörg af andlegri vanlíðan, streitu og kvíða og munu bera þess merki það sem eftir er ævinnar.

Milljónir manna hafa flúið heimili sín og eru á vergangi innan Sýrlands eða hafa flúið til annarra landa.  

Fjöldi barna og fjölskyldur þeirra býr á svæðum þar sem grunnþjónusta er nánast engin. Nauðsynleg þjónusta á borð við heilbrigðisþjónustu og menntastofnanir er ekki aðgengileg víðsvegar um landið, en þriðjungur skóla hefur orðið fyrir loftárásum. Veturnir eru kaldir í Sýrlandi og mörg börn eiga á hættu að frjósa til dauða, þar sem upphituð hús eða tjöld eru af skornum skammti. Einnig búa hundruð þúsunda undir berum himni, þar sem þau hafa ekki aðgang að hreinu vatni eða klósetti.

Víðtækasta neyðaraðstoð Barnaheilla – Save the Children á Íslandi hefur farið til Sýrlands með stuðningi utanríkisráðuneytisins. Barnaheill styðja m.a. við eftirfarandi verkefni í Sýrlandi:

  • Dreifingu nauðsynjavara í Sýrlandi
  • Aðstoð við börn og barnavernd í flóttamannabúðum í Írak þar sem sýrlenskir flóttamenn dvelja
  • Stuðningur við sýrlenska unglinga á flótta sem dvelja í Líbanon og Egyptalandi
  • Stuðningur við menntun og vernd barna í Líbanon en álag þar í landi er gríðarlegt vegna flóttamannastraumsins

 

STYRKJA NEYÐARAÐSTOÐ

 

Fréttir

7. apríl 2020 - Stærsta neyðarkall Barnaheilla – Save the Children frá upphafi – til verndar börnum gegn áhrifum Covid-19 heimsfaraldursins

4. mars 2020 - Nýjar gervihnattamyndir sýna umfang eyðileggingar í Sýrlandi

13. febrúar 2020 - Ofbeldi á börnum á átakasvæðum hefur ekki verið meira frá því að skráningar hófust

4. febrúar 2020 - Hundruð þúsunda barna flýja heimili sín á ný eftir að átök stigmagnast í Sýrlandi

20. desember 2019 - Mikil úrkoma hefur leitt til flóða í Ein Al-Dair flóttamannabúðunum í Norðvestur-Sýrlandi

22. október 2019 - Börn á flótta við óviðunandi aðstæður

12. október 2019 - Barnaheill – Save the Children auka viðbúnað sinn í Sýrlandi og vara við að fjöldi barna á flótta aukist verulega

21. desember 2018 - 28 milljóna króna framlag Barnaheilla til mannúðaraðstoðar í Sýrlandi

19. mars 2018 - Sjö ár frá upphafi stríðsins í Sýrlandi

18. september 2018 - Árásir á skóla í Sýrlandi

11. mars 2016 - Hryllilegar aðstæður barna í Sýrlandi

17. júlí 2015 - Matargjafir Barnaheilla í Sýrlandi 

12. mars 2015 - Öryggisráð SÞ fær falleinkunn vegna Sýrlands

10. mars 2014 - Sýrland - Líf milljóna barna í hættu vegna hruns heilbrigðiskerfisins

14. október 2013 - Spá óvenju köldum vetri í Sýrlandi

 24. september 2013 - Hungur í Sýrlandi - neyðarsöfnun

31. ágúst 2013 - Búast við holskeflu flóttamanna frá Sýrlandi

23. ágúst 2013 - Ein milljón barna hafa flúið Sýrland

25. janúar 2013 - Fólksflótti frá Sýrlandi – börn flýja til að bjarga lífi sínu

3. ágúst 2012 - Fjölskyldur flosna upp í Sýrlandi ? hundruð þúsunda á flótta frá heimilum sínum

10. apríl 2012 - Stigmagnandi átök við landamæri Sýrlands ógna börnum á flótta