Einn þáttur í starfi Barnaheilla – Save the Children á Íslandi er ráðgjöf þar sem hægt er að leita upplýsinga um réttindi barna og fá ráðgjöf um hvernig bregðast megi best við ýmsum aðstæðum sem varða börn. Allmargir leita til samtakanna og eru flestar fyrirspurnir um lögfræðileg álitaefni eða um ráðgjöf varðandi viðbrögð vegna ofbeldis gegn börnum. Málin eru af ýmsum toga; forsjármál, umgengnismál, eineltismál, grunur um ofbeldi gegn börnum og ýmisskonar réttindamál.

Sími samtakanna er 553 5900 en einnig má senda fyrirspurnir á radgjof@barnaheill.is.

Farið er með allar fyrirspurnir sem trúnaðarmál.