Lína okkar tíma

Til baka

Lína okkar tíma

Eiginleikar:
Vörunr. VV0001
Verðmeð VSK
2.000 kr.
Lína okkar tíma - Nei takk. Ég afþakka armbandið en ég vil styrkja - 2.000 kr.
Sækja - 2.000 kr.
Línu armband - 2.000 kr.

Lýsing

Við þökkum öllum kærlega fyrir að styðja við stúlkur í Síerra Leóne og gefa þeim tækifæri á að finna hugrekki og von sem þær þurfa til þess að takast á við þær áskoranir sem á vegi þeirra verða að bjartari framtíð.

Söfnunin ber heitið Lína okkar tíma og rennur allur ágóði af sölunni beint til þróunarverkefnis Barnaheilla í Síerra Leóne sem leggur áherslu á vernd stúlkna gegn ofbeldi.

Þróunarverkefni Barnaheilla í Síerra Leóne stuðlar að því að valdefla stúlkur og miðla upplýsingum um forvarnir gegn kynferðis- og kynbundu ofbeldi. Feðraveldið á sér djúpar rætur í Síerra Leónísku samfélagi og er réttur stúlkna og kvenna þar í landi lítill. Kynlífsþrælkun, mansal og kynferðisofbeldi er gríðarlega stórt samfélagslegt vandamál í landinu, ótímabærar þunganir meðal stúlkna eru mjög algengar og eru um 39% stúlkna undir 18 ára í Síerra Leóne neyddar í hjónaband.

Verkefnið Lína okkar tíma eða „Pippi of Today“ á ensku, að frumkvæði Astrid Lindgren Company styður við stúlkur á flótta. Lína Langsokkur er skáldsagnarpersóna búin til fyrir 76 árum síðan af sænska rithöfundinum Astrid Lindgren.  Þá var seinni heimsstyrjöldinni að ljúka og milljónir stúlkna voru á flótta.

Það býr Lína Langsokkur í okkur öllum. Lína er hugrökk og sterk, hún er uppátækjasöm og úrræðagóð og setur heiminn á hvolf til þess að leysa úr vandamálum.

NÁNARI UPPLÝSINGAR