Jólakort Barnaheilla

Sala jólakorta er afar mikilvæg fjáröflunarleið fyrir Barnaheill sem reiða sig alfarið á frjáls framlög einstaklinga, fyrirtækja og stofnana. Andvirði kortanna rennur til starfs Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Með því að kaupa jólakort samtakanna styður þú við bakið á öflugu starfi fyrir bættum mannréttindum barna.

Hægt er að panta jólakortin hér á vefsíðu Barnaheilla og  er þá greitt með greiðslukorti.

panta jólakort  

Einnig má hringja í síma 553 5900 til að panta kort, bæði prentuð og eins stafrænt kort og millifæra geiðslu á reikning. 

Jólakortin fást í verslunum A4 og Pennans/Eymundsson á höfuðborgarsvæðinu og á skrifstofu Barnaheilla að Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík. Þau kosta 300 krónur stykkið, en eldri jólakort eru seld á 250 krónur stykkið. Við sendum um allt land. 

2018

FriðarjólÍ ár er það  Linda Ólafsdóttir sem gerir jólakort Barnaheilla og gefur samtökunum. Kortið heitir Friðarjól. „Augnablikið þegar friðargangan gengur niður Laugarveginn á Þorláksmessu finnst mér vera er eitt fallegasta augnablik jólanna.  Þetta er stundin sem maður gleymir jólastressinu eitt andartak og nýtur þess að fylgjast með eða taka þátt í göngunni sem streymir upplýst og syngjandi niður Laugaveginn.  Andartaks ró og friður – svo byrjar stuðið!“ segir Linda um hugmyndina á bak við kortið.

 

 

 

 2017

Að þessu sinni er það Áslaug Jónsdóttir bókverkakona sem gerir jólakort
Barnaheilla. Áslaug segir þetta um kortið: „Það lá beint við að myndefniðJólakort 2017 
væri börn en auk þess notaði ég í myndina laufabrauð sem gleður bæði unga
og aldna á svo margan hátt. Í laufabauðsskurðinum felst líka þessi fallega
hugmynd: að skapa mikið úr litlu, að fegra það sem er annars einfalt og
hversdagslegt.“

 

 

2016

Jólakötturinn Hrafna-Flóki er fyrirmynd Kristínar Rögnu GuJólakort 2016nnarsdóttur, 
teiknara og rithöfundar, á jólakorti Barnaheilla í ár. 
Sagan af kettinum Hrafna-Flóka er skemmtileg. Snæfríður, dóttir Kristínar 
Rögnu, eignaðist hann þegar hún var fimm ára gömul. Hrafna-Flóki var hinn 
mesti ljúflingur og hrifnæmur, sem lýsti sér meðal annars í því að hann varð 
strax ástfanginn af hamstrinum Rósu. Allt gekk eins og í sögu á heimilinu, en 
á jóladag átti hann það hins vegar til að vera með eitthvað vesen. Eitt sinn 
skreið hann undir bíl fjölskyldunnar þegar þau voru á leið í jólaboð og kom
ekki undan honum fyrr en eftir klukkutíma þegar hann þurfti að pissa. 
Gylliboð um humarsúpu og hvatning fjölskyldumeðlima hafði ekki dugað til. 
Annað sinn klifraði Hrafna-Flóki upp á verkpall við næsta hús en þorði svo  ekki niður. Þá þurfti að fara inn hjá nágrönnunum og klifra út um glugga til að ná í hann.  Í nóvember árið 2014 hvarf hann og var týndur í fimm vikur. Leit fjölskyldunnar bar ekki árangur en hún gaf ekki upp von. Á jóladag fengu þau svo óvænta hringingu. Svartur skógarköttur hafði fundist innilokaður í kjallarageymslu og Hrafna-Flóki kom heill heim fjölskyldunni til mikillar gleði. Hann var hins vegar heldur rýr eftir kjallaradvölina, en langbesta jólagjöfin sem hægt var að hugsa sér. Í dag er Hrafna-Flóki orðinn 12 ára gamall feitur inniköttur sem er kominn á jólakort með friðardúfu á kollinum. Geri aðrir jólakettir betur!

2015

Í ár er það Sigrún Eldjárn sem styður samtökin með því að gefa hönnun Jólakort 2015jólakortsins Jólarþröstur á grein – þar sem Blær bangsi gægist út
um glugga og minnir á mikilvægi þess að vinna að forvörnum gegn einelti
allt frá leikskólaaldri.

 

 

 

2014

Árið 2014 studdi Karl Jóhann Jónsson listmálari samtökin með því að leyfa afnot af
myndinni Jólakort 2014Emilía í snjónum. Myndin er af dóttur listamannsins og hún er máluð í anda tímaritaauglýsinga frá miðbiki síðustu aldar. „Þetta er mynd af yngri dóttur minn að
njóta sjókornanna, það er alltaf svo skemmtilegur svipur sem kemur á krakka þegar
þau snúa andlitinu upp í snjóinn,“ segir Karl Jóhann.

 

 

 

 

 

 Eldri kort

Hægt er að panta eldri jólakort sem sýnd erum á myndum hér fyrir neðan á sama hátt og nýtt og nýleg kort.

 Eldri jólakort Kristín Gunnlaugsdóttir    Eldri jólakort Þuríður Sigurðardóttir    Eldri jólakort Halldór Baldursson    Eldri jólakort Björk Bjarkardóttir    Eldri jólakort Þorvaldur Þorsteinsson