Þinn stuðningur skiptir máli!

Þinn stuðningur er mikilvægur því að hann gerir okkur kleift að bregðast hratt við þeirri ógn sem kórónaveiran er gagnvart heilsu, öryggi og menntun barna víðsvegar um heim. Hún breiðist nú hratt út í þróunarlöndum þar sem heilbrigðiskerfi eru veik og hreinlæti ábótavant.

Barnaheill - Save the Children hefja nú stærstu fjáröflun samtakanna í 100 ára sögu sinni. Með þeim fjármunum sem safnast munu Barnaheill - Save the Children styrkja núverandi starfsemi sína í þróunarlöndum og á átakasvæðum svo hægt sé að takast á við áhrif kórónaveirunnar. Við vinnum að því að vernda og styðja við börn á þeim svæðum sem verða hvað verst úti og búa við fátækt, eru á flótta eða búa á átakasvæðum. Þetta felur í sér aukinn stuðning við heilbrigðiskerfin, veita fjárhagsstuðning til fjölskyldna í neyð, styðja við fylgdarlaus börn og tryggja börnum aðgang að menntun.