Vinir Ferguson og Vestfjarða gegn einelti

Safnreitaskil

Sumarið 2015 lögðu tveir vinir upp í ferð á Massey Ferguson 35X traktorum árgerð '63 hringinn í kringum landið. Á leiðinni söfnuðu þeir fyrir Vináttu, forvarnaverkefni Barnaheilla gegn einelti. Þetta voru þeir Karl G. Friðriksson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar, og Grétar Gústavsson, meistari í bifvélavirkjun og áhugamaður um búvélar og fornbíla.

Nú í sumar ætla vinirnir að klára hringinn og keyra hringinn í kringum Vestfirði, aftur til styrktar Vináttu. Félagarnir leggja í hann þann 13. júlí frá Staðarskála og munu koma í mark þann 20. júlí á Hvanneyri.

Safnreitaskil

Heitum á Vini Ferguson

Skilmálar

Minningarkort eru undanþegin virðisaukaskatti. Minningarkortið verður sent skráðum viðtakanda í bréfpósti fyrsta virka dag eftir að gengið hefur verið frá greiðslu. Barnaheill greiða póstburðargjöld. Ekki er hægt að skila minningarkortum og þau fást ekki endurgreidd.
Heitið er fullum trúnaði um allar upplýsingar sem kaupandi gefur í tengslum við kaup minningarkorts. Upplýsingar kaupanda verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Upphæð: 

Vinirnir gáfu út bók sem innihélt ferðasögu þeirra eftir hringferðina árið 2015. Bókin var ríkulega myndskreytt og innihélt skemmtilegar lýsingar á mönnum og málefnum. Ágóði af sölunni rann óskiptur til Vináttu.