100.000 barnshafandi konur í bráðri hættu á flóðasvæðunum í Pakistan

IWPakistan25AUG10002_minniTugir þúsunda nýbura og mæðra þeirra gætu verið í mikilli hættu á svæðunum sem urðu fyrir mestri eyðileggingu af flóðunum í Pakistan. Barnaheill – Save the Children veita þessum viðkvæmu mæðrum og börnum nauðsynlega heilbrigðisþjónustu við mjög erfiðar aðstæður. Milljónir fjölskyldna þjást enn af völdum flóðanna.

IWPakistan25AUG10002_minniTugir þúsunda nýbura og mæðra þeirra gætu verið í mikilli hættu á svæðunum sem urðu fyrir mestri eyðileggingu af flóðunum í Pakistan. Barnaheill – Save the Children veita þessum viðkvæmu mæðrum og börnum nauðsynlega heilbrigðisþjónustu við mjög erfiðar aðstæður. Milljónir fjölskyldna þjást enn af völdum flóðanna.

Að minnsta kosti hálf milljón barnshafandi kvenna hefur orðið fyrir barðinu á afleiðingum flóðanna. Samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum, eiga ríflega 100.000 þessara kvenna að fæða á næstu mánuðum. Margar þessara kvenna mun þurfa að eiga börn sín í bráðabirgðaskýlum, án aðgangs að hreinu vatni og heilbrigðisþjónustu og, oftar en ekki, umkringdar af menguðu flóðavatni.

„Við vitum að mæður eru að eiga börn sín í lélegum og troðfullum skýlum, í næsta nágrenni við mengað vatn og rústir,“ segir Sonia Khush, framkvæmdastjóri Neyðarhjálpar Barnaheilla – Save the Children. „Við vitum einnig að nýburar eru í langmestri hættu; mesta áhættan í lífi barns í þróunarlöndunum eru í byrjun, fyrstu stundirnar og dagarnir, þó ekki bætist ofan á þau vandkvæði sem hamfarir af þessari stærðargráðu valda. Hrakningar, aukin fátækt, yfirfyllt skýli, sjúkdómar og sýkingar setja líf mæðra og nýbura í Pakistan í enn frekari hættu.“

Fyrir flóðin, var dánartíðni smábarna í Pakistan mjög há; eitt af hverjum tuttugu börnum dó innan við mánuð eftir fæðingu. „Við erum að fást við ástand sem stefnir lífi barna í voða,“ segir Sonia Khush. „Hitasótt, malaría, niðurgangur og aðrir sjúkdómar eru að leggjast á hundruð þúsundir manna. Alla þessa sjúkdóma má lækna en þeir eru banvænir, sérstaklega börnum, ef ekki er tekið á þeim. Heilsugæslustarfsmenn okkar sinna hundruðum manna á hverjum degi, þar með talið barnshafandi konum, konum á sæng og börnum. Við reynum að ná til sem flestra barna og fullorðinna eins fljótt og mögulegt er.

Til þessa hefur Barnaheill – Save the Children náð til 160 þúsund manna í gegnum bráðaheilbrigðisþjónustu og dreifingu á matvælum, tjöldum, grunnbúnaði fyrir skýli, hreinlætisbúnaði og öðrum varningi. Hjálparstarfsmenn samtakanna hafa aðstoðað konur og börn þeirra við mjög erfiðar aðstæður. Abida, sem var ófrísk af sínu fyrsta barni, neyddist til að flýja heimili sitt. Hún átti barnið sitt í skóla þar sem 2000 manns höfðu leitað