10,5 milljóna króna stuðningur við mannúðarstarf í Norður-Úganda

Uganda_ltil_stlka_me_flttur_minniBarnaheill – Save the Children á Íslandi fengu á dögunum 10,5 milljóna króna stuðning frá utanríkisráðuneytinu við verkefni sín í Pader-héraði í Norður-Úganda. Sérstök áhersla er lögð á menntun, heilsu og vernd barna.

Uganda_ltil_stlka_me_flttur_minniBarnaheill – Save the Children á Íslandi fengu á dögunum 10,5 milljóna króna stuðning frá utanríkisráðuneytinu við verkefni sín í Pader-héraði í Norður-Úganda. Sérstök áhersla er lögð á menntun, heilsu og vernd barna.

Barnaheill hafa stutt mannúðarstarf í Pader-héraði í Norður–Úganda frá árinu 2007 með aðkomu utanríkisráðuneytisins. Stríðsátök á svæðinu síðastliðin 20 ár hafa leitt til algjörs hruns og eyðileggingar á innviðum samfélagsins. Tugir þúsunda manna flúðu heimili sín vegna átaka og eyðileggingar og margir hafa dvalið langdvölum í flóttamannabúðum. Friðarsamningar sem tóku gildi fyrir um tveimur árum hafa leitt til meira öryggis á svæðinu. Því hafa margir flóttamenn valið að snúa aftur til sinna heima.

Barnaheill – Save the Children á Íslandi vilja halda áfram stuðningi við mannúðarstarf í héraðinu næstu þrjú árin a.m.k. Fjárframlag utanríkisráðuneytisins er því ómetanlegt. Sérstök áhersla verður á uppbyggingu menntunar og heilsugæslu, öryggi og vernd barna, á lifibrauði fjölskyldna og efnahagslega uppbyggingu. Það er afar brýnt að veita börnum, sem eru að snúa til heimkynna sinna í Pader-héraði eftir stríðsátök, stuðning við að komast í skóla og fá góða menntun í heilbrigðu, verndandi og barnvænu umhverfi.

Barnaheill – Save the Children í Úganda hafa starfað í landinu frá 1990 og þekkja því vel til allra aðstæðna. Samtökin vinna náið með stjórnvöldum, heimamönnum og Sameinuðu þjóðunum að því að aðstoða fólk við að snúa til baka í samræmi við Friðaráætlun um endurreisn og þróun (Peace Recovery and Development Plan) og aðgerðaplan stjórnvalda um gæði menntunar (Quality Education Initiative).