10 milljónir manna án matar í Vestur og Mið-Afríku

Niger4_REP_180510_minniBarnaheill - Save the Children ásamt níu leiðandi hjálparstofnunum kalla eftir því að aukinn kraftur verði settur í mannúðarstarf svo hjálpa megi þeim 10 milljónum manna sem nú standa frammi fyrir bráðri hungursneyð á Sahelsvæðinu í Vestur og Mið-Afríku. Verst er ástandið í Niger þar sem nokkrar milljónir, manna, nær helmingur landsmanna, hafa ekki til hnífs né skeiðar. Í Chad eru tvær milljónir manna í sömu stöðu og hundruð þúsundir annarra þjást í Malí, Márítaníu, á nokkrum svæðum í Burkina Faso og í nyrsta hluta Nígeríu vegna ástandsins.

Niger4_REP_180510_minniBarnaheill - Save the Children ásamt níu leiðandi hjálparstofnunum kalla eftir því að aukinn kraftur verði settur í mannúðarstarf svo hjálpa megi þeim 10 milljónum manna sem nú standa frammi fyrir bráðri hungursneyð á Sahelsvæðinu í Vestur og Mið-Afríku. Verst er ástandið í Niger þar sem nokkrar milljónir, manna, nær helmingur landsmanna, hafa ekki til hnífs né skeiðar. Í Chad eru tvær milljónir manna í sömu stöðu og hundruð þúsundir annarra þjást í Malí, Márítaníu, á nokkrum svæðum í Burkina Faso og í nyrsta hluta Nígeríu vegna ástandsins.

Hjálparstofnanirnar Barnaheill - Save the Children, ACF/Action Against Hunger, CAFOD, Care International, Christian Aid, Concern Worldwide, Oxfam, Plan,Tearfund og World Vision, benda á að nýjar tölur um vannæringu á svæðinu ýti undir þörfina á að bregðast við strax. Í Níger þjást 17% barna undir fimm ára aldri af bráðri vannæringu, sem er ríflega þriðjungi fleiri börn en á sama tíma í fyrra.

Til að tryggja megi að árangursrík og knýjandi hjálp berist, verður að vera skýr pólítískur vilji til athafna, ekki síst þegar kemur að fjármögnun. Hjálparstofnanirnar hvetja Sameinuðu þjóðirnar sérstaklega til að skipa sérstakan fulltrúa fyrir þetta hættuástand svo flýta megi fyrir umfangsmiklu hjálparstarfi fjölmargra þjóða sem og til að semja við yfirvöld landa, bæði á þeim svæðum sem snert eru af ástandinu og þeirra sem láta fjármagn af hendi renna.

Þrátt fyrir aðvaranir síðustu sex mánaða, hefur fjármögnun hjálparstarfs verið lítilog hæg. Enn skortir 107 milljónir Bandaríkjadala til að mæta kalli Sameinuðu þjóðanna fyrir Níger. Sumar þjóðir hafa aukið framlag sitt en aðrar hafa verið hægari og síður örlátar. Fyrrnefndar hjálparstofnanir hvetja ríkar þjóðir til að veita ríkulegt fjármagn til hjálparstarfsins og það sem fyrst svo koma megi í veg fyrir stórslys. Til að hægt verði að komast fram hjá þeim töfum sem nú verða á hjálparstarfinu, þarf skýran pólítískan vilja á æðstu stöðum.

Tafir á fjármögnun hafa heft kaup og afhendingu matvæla til þeirra svæða sem verst eru sett. Þannig er matvæladreifing Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) á eftir áætlun í Niger og í byrjun júlí tilkynnti stofnunin að í ljósi þess hve hungursneyðin ykist hratt í landinu, gerði hún nú ráð fyrir að þurfa að kom 4,5 milljónum manna til hjálpar í stað tveggja milljóna áður. Í C