20.000 börn hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Norðvestur Sýrland vegna flóða.

Ástandið er slæmt í flóttamannabúðum í Norðvestur Sýrlandi. Þar flæðir vatn inn í tjöld sökum mikill…
Ástandið er slæmt í flóttamannabúðum í Norðvestur Sýrlandi. Þar flæðir vatn inn í tjöld sökum mikillar úrkomu

Mikil ringulreið hefur skapast í Norðvestur Sýrlandi vegna flóða. Um 20.000 börn hafa þurft að flýja heimili sín ásamt fjölskyldum sínum og einn drengur, sex ára, hefur látist í flóðunum.

Að minnsta hafa 41.200 manns orðið fyrir áhrifum af vonskuveðri sem hefur valdið miklum flóðum norður af Idlib og vestur af Aleppo síðan á mánudag. Flestir þeirra sem hafa orðið fyrir áhrifum flóðanna hafa nú þegar staðið frammi fyrir miklum skemmdum á heimilum sínum vegna átaka. Tugþúsundir manna hafa flúið flóðin til að leita skjóls í moskum og skólum en aðrir sofa undir berum himni, en í Norðvestur Sýrlandi er hitinn undir frostmarki á næturnar. Flóttamannabúðir á svæðinu eiga undir högg að sækja og hafa að minnsta kosti yfir 2.500 tjöld skemmst í óveðrinu og eigur fólks sópast burt – þær litlu eigur sem fólk tók með sér á flótta.

Óveðrið hefur einnig valdið tjóni á fjölda skóla á svæðinu sem hefur áhrif á menntun barna. Sem er ekki á það bætandi en í kjölfar átakanna og lokana skóla vegna heimsfaraldurs, hafa nærri 50% barna sem stunduðu nám í byrjun árs í fyrra neyðst til að hætta í skóla. Starfsmenn Barnaheilla – Save the Children óttast að þau börn sem ekki hafa getað stundað nám undanfarna mánuði, snúi ekki aftur.

Mazen, 10 ára, er einn þeirra sem búa í flóttamannabúðum í Norður-Idlib.

,,Ástandið í búðunum er slæmt. Það flæðir inn í öll tjöld. Það er mikil drulla og jörðin hefur breyst í mýri. Við getum ekki flutt eða yfirgefið tjöldin okkar. Við þurfum að fara út til að ná okkur í mat, en við getum það ekki. Við getum ekki farið neitt. Við höfum ekki heldur upphitun í tjaldinu okkar og það er mjög kalt.”

Vegna átakanna, sem staðið hafa yfir í um 10 ár, er um 1.5 milljón manna á flótta í Norðvestur Sýrlandi. Ástandið er ekki gott. Það er mikið óveður, það er kalt, átökin eru óstöðvandi og heimsfaraldur geisar.

Ayman, 30 ára faðir, býr í flóttamannabúðum í Idlib ásamt fjölskyldu sinni,.

,,Á hverjum vetri þurfum við að glíma við hræðilegan kulda og mikla úrkomu sem veldur flóðum. Tjöldin okkar eru orðin gegnsósa að innan vegna flóðanna. Við bíðum örvæntingarfull eftir því að geta útvegað okkur eldivið til þess að hita upp tjaldið. Fæstir hafa efni á eldiviði til upphitunar.”

Vegna óveðursins hefur reynst erfitt fyrir hjálparstarfsmenn á svæðinu að ná til fólks sem eru í mikilli neyð. Sonia Khush, svæðisstjóri Barnaheilla - Save the Children á svæðinu, segir ástandið vera erfitt. ,

,Ég er harmi slegin yfir fréttum af andláti barns í kjölfar mikilla flóða. Þetta er enn eitt áfallið sem landsmenn þurfa að glíma við. Þessi flóð hafa mjög slæm áhrif á tugi þúsunda barna. Margar fjölskyldur hafa misst allt sem þær hafa unnið hörðum höndum við að safna og nú vita þær ekki hvar þær verða næstu nótt. Við köllum eftir skjótri aðstoð fyrir börn og fjölskyldur sem eru að verða fyrir áhrifum óveðursins. Það þarf að auðvelda leiðina til fólks sem þarf á neyðaraðstoð að halda og þurfa allir deiluaðilar að finna lausn til þess að bjarga tug þúsundum frá frekari þjáningum. Landsmenn hafa þurft að þjást nóg.”

Barnaheill – Save the Children og önnur hjálparsamtök vinna hörðum höndum að því að veita neyðaraðstoð til allra þeirra sem þurfa á henni að halda. Samtökin hafa þó ekki náð að komast í þrjár flóttamannabúðir á svæðinu vegna þess að vegirnir eru orðnir svo slæmir sökum flóðanna.

Vegna flóðanna, útbreiðslu Covid-19, átaka og vaxandi verðbólgu í Sýrlandi er nauðsynlegt að auka aðstoð til Sýrlands. Fólk er í sárri þörf fyrir aðstoð og hafa efnahagslegar afleiðingar þessa þátta gífurleg áhrif á líf fólks. Mikið matvælaóöryggi ríkir í landinu, veturinn er kaldur og fólk hefur ekki efni á að upphita hús eða tjöld.