Ríflega 24 þúsund ábendingar um efni á Netinu þar sem börn eru beitt kynferðislegu ofbeldi eða sýnd á kynferðislegan hátt á síðasta ári

Annual-report-385x105Þetta kemur fram í ársskýrslu Inhope-samtakanna 2010,  en það eru alþjóðleg samtök ábendingalína. sem Barnaheill – Save the Children á Íslandi eiga aðild aðÍ 77% tilvika eru fórnarlömbin stúlkur  og 71% fórnarlamba eru stálpuð börn sem ekki hafa náð kynþroska.

Annual-report-385x105Þetta kemur fram í ársskýrslu Inhope-samtakanna 2010,  en það eru alþjóðleg samtök ábendingalína. sem Barnaheill – Save the Children á Íslandi eiga aðild aðÍ 77% tilvika eru fórnarlömbin stúlkur  og 71% fórnarlamba eru stálpuð börn sem ekki hafa náð kynþroska.

Talið er að 10-20% barna í Evrópu verði fyrir kynferðislegu ofbeldi á æskuárum. Í gagnagrunni Interpol, sem verið hefur í notkun frá árinu 2001, er að finna eina milljón mynda sem sýna kynferðislegt ofbeldi gegn meira en 20.000 börnum en skv. Interpol hafa aðeins 800 þessara barna hafa fundist og fengið nauðsynlegan stuðning. Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er gróft brot á réttindum þeirra skv. barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og hefur langvarandi og skelfileg áhrif á börn og allt lífshlaup þeirra.

Ábendingalínum hefur farið fjölgandi og eru nú 39 í 34 löndum. Ríflega 24 þúsund ábendingar um efni á Netinu þar sem börn eru beitt kynferðislegu ofbeldi bárust á síðasta ári í gegnum  ábendingarlínurnar. 71% fórnarlambanna eru stálpuð börn sem ekki hafa náð kynþroska, 4% eru smábörn og 25% eru börn sem hafa náð kynþroska. Oftast, eða í 77% tilvika, er um að ræða stúlkur, í 11% tilvika eru drengir fórnarlömb en í 12% tilvika er um bæði kynin að ræða.

Inhope-samtökin vilja tryggja að gripið verði skjótt til aðgerða þegar upp kemst um efni á Netinu þar sem börn eru beitt kynferðisofbeldi eða sýnd á kynferðislegan hátt..  Barnaheill - Save the Children á Íslandi hafa verið aðili að samtökunum frá árinu 2001. Á heimasíðu samtakanna er að finna ábendingahnapp þar sem hægt er að tilkynna um efni á Netinu þar sem börn eru beitt kynferðislegu ofbeldi. Ábendingarnar eru áframsendar til embættis Ríkislögreglustjóra, þar sem þær eru rannsakaðar, slóð þeirra rakin og síðunum lokað. Skv. ársskýrslu Inhope frá síðasta ári, voru 78% þeirra vefsíðna sem ábendingar bárust um á árinu 2010 opnar síður en í 22% tilfella þurfti að greiða fyrir aðgang.

Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa síðastliðin ár beitt sér fyrir því að komið verði á síun á landsvísu á efni á Netinu þar sem börn eru beitt kynferðislegu ofbeldi, þ.e. að lokað verði á aðgang að slíku efni hérlendis. Samtökin hafa í því sambandi fundað með netþjónustuaðilum, Póst- og fjarskiptastofnun og embætti Ríkislögreglustjóra og  munu halda &th