350 milljónir barna hitta aldrei heilbrigðisstarfsmann um ævina

No-child-out-of-reach1Barnaheill – Save the Children sendu í dag frá sér nýja skýrslu, No child out of reach(Ekkert barn utan seilingar). Þar kemur m.a. fram að allavega 350 milljónir barna hitta aldrei heilbrigðisstarfsmann um ævina. Þjóðarleiðtogar koma saman á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York á morgun og ræða m.a. skort á heilbrigðisstarfsmönnum í heiminum.

No-child-out-of-reach1Barnaheill – Save the Children sendu í dag frá sér nýja skýrslu, No child out of reach (Ekkert barn utan seilingar). Þar kemur m.a. fram að allavega 350 milljónir barna hitta aldrei heilbrigðisstarfsmann um ævina. Þjóðarleiðtogar koma saman á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York á morgun og ræða m.a. skort á heilbrigðisstarfsmönnum í heiminum.

Á meðan að börn sem búa á Íslandi hitta heilbrigðisstarfsmann að minnsta kosti tíu sinnum á fyrstu fimm árum ævi sinnar, deyja milljónir barna árlega í Afríku og Asíu úr sjúkdómum sem auðveldlega hefði mátt koma í veg fyrir eða lækna, s.s. lungnabólgu og niðurgangi. Ástæðan er einfaldlega sú að þessi börn höfðu engin tækifæri til að fá umönnun frá þjálfuðum heilbrigðisstarfsmanni þegar þau veiktust.

Barnaheill – Save the Children gefa skýrsluna út daginn áður en þjóðarleiðtogar koma saman á allsherjarþingi S.þ. í New York þar sem Barnaheill- Save the Children og fleiri aðilar munu þrýsta  á að tryggt verði fjármagn til að mæta þeirri staðreynd að það vantar 3,5 milljónir heilbrigðisstarfsmanna. Þessi skortur er bein ógnun við líf milljóna barna um allan heim.

Samtökin benda á að í Afríku, þar sem fjórðungur allra sjúkdóma heimsins herjar á íbúa, hafi börn aðgang að aðeins þremur prósentum heilbrigðisstarfsmanna heimsins. Börn frá Nígeríu, Eþíópíu og Líberíu eru fimm sinnum líklegri til að deyja fyrir fimm ára afmæli sitt en börn í löndum þar sem nægir heilbrigðisstarfsmenn eru. Nígeríu, Eþíópíu og Líberíu eru í hópi landa sem eru fyrir neðan viðmið Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar um fjölda heilbrigðisstarfsmanna á hverja 1000 íbúa (2,3).

„Það er einfaldlega ekki boðlegt að barn deyi vegna þess að það er engin ljósmóðir eða hjúkrunarfræðingur innan seilingar,“ segir Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Það er einfalt og ódýrt að þjálfa heilbrigðisstarfsmenn, en áhrif slíks starfs er ómetanleg. Bjarga má hundruðum barnslífa með því að heilbrigðisstarfsmaður bólusetji börn eða veiti faglega aðstoð við barnshafandi mæður. Þjóðarleiðtogar verða að binda enda á þetta hneyksli með því að tryggja að öll börn, án tillits til fæðingarst