378 þúsund börn í Níger svelta

Niger6_REP_180510_minniGríðarlega alvarlegur matvælaskortur er nú í Níger. 58% þjóðarinnar eða um 7,8 milljónir manna hafa ekki til hnífs og skeiðar. Börn eru þegar farin að látast úr hungri.

Niger6_REP_180510_minniGríðarlega alvarlegur matvælaskortur er nú í Níger. 58% þjóðarinnar eða um 7,8 milljónir manna hafa ekki til hnífs og skeiðar. Börn eru þegar farin að látast úr hungri.

Ef alþjóðasamfélagið grípur ekki til aðgerða þegar í stað, munu tugir þúsunda barna látast í sumar og 1,2 milljónir barna verða vannærð. Þekkingin og möguleikarnir á því að stöðva þennan harmleik eru til staðar og ef ekki verður gripið til ráðstafana nú verður ástandið enn verra á næsta ári.

Barnaheill – Save the Children hafa unnið í Níger frá því árið 2005 og eru nú að auka þar viðbúnað sinn. Samtökin búa yfir þekkingu og getu til að veita neyðaraðstoð sem getur skipt sköpum. Markmið þeirra eru að ná til 60 þúsunda barna í gegnum næringaraðstoð, 100 þúsunda barna í gegnum heilsugæslu og 55 þúsunda barna í gegnum áætlun um örugg matvæli. Barnaheill – Save the Children vinna í Maradi og Zinder og opnuðu í upphafi árs nýja miðstöð í Diffa.

Í Níger deyja 167 börn af hverjum 1000 fyrir fimm ára aldur sem þýðir að dánartíðni barna á þessu aldursbii er sú þrettánda mesta í heiminum. 43% barna í Níger undir fimm ára aldri búa við langvarandi vannæringu og er helmingur allra dauðsfalla barna rakinn til vannæringar. Ástandið nú stefnir börnum í enn meiri hættu. Ef barn er vannært á fyrstu tveimur árum ævi sinnar, getur það haft óafturkræf áhrif á vitsmunalegt og líkamlegt atgervi þeirra sem og á heilsu þeirra, vöxt, árangur í námi og tekjuöflun á fullorðinsárum.

Alþjóðasamfélagið verður að leggja samtökum á borð við Barnaheill – Save the Children lið núna og mæta þeim áskorunum sem fyrirliggjandi eru.

Smelltu hér til að gerast heillavinur barna og styðja Barnaheill – Save the Children á Íslandi.