50 þúsund börn hlaupa í Kapphlaupinu um lífið

Á morgun munu 50 þúsund börn víðs vegar um heiminn hlaupa maraþon í boðhlaupsformi til að vekja athygli á baráttunni gegn barnadauða í heiminum. Barnaheill standa fyrir barnamaraþoninu Kapphlaupið um lífið . Tæplega 250 íslensk börn taka þátt í hlaupinu í ár.

Afghanistan 2012Á morgun munu 50 þúsund börn víðs vegar um heiminn hlaupa maraþon í boðhlaupsformi til að vekja athygli á baráttunni gegn barnadauða í heiminum. Barnaheill – Save the Children standa fyrir maraþoninu Kapphlaupið um lífið – eða Race for Survival. Tæplega 250 íslensk börn taka þátt í hlaupinu í ár. Þetta er í annað sinn sem hlaupið er haldið á Íslandi, en það fer fram í 67 löndum.

 

Hlaupið verður á tveimur stöðum, í Egilshöll og Akraneshöll. Nemendur eru á aldrinum 11-13 ára og koma úr sex skólum; Ingunnarskóla, Lindaskóla og Víðistaðaskóla á höfuðborgarsvæðinu og Brekkubæjarskóla og Grundarskóla á Akranesi og Grunnskóla Borgarness.

 

Markmið barnanna með þátttöku í hlaupinu er að þrýsta á valdhafa um allan heim að beita sér á alþjóðavettvangi fyrir því að bæta aðstæður barna í löndum þar sem hungur og skortur á heilbrigðisþjónustu er stór þáttur í barnadauða, en 6,6 milljón börn undir fimm ára aldri létu lífið í heiminum árið 2012 – borið saman við 12,6 milljónir árið 1990. Þótt töluverður árangur hafi náðst, deyja 18 þúsund börn á hverjum degi fyrir fimm ára afmælið sitt af orsökum sem hægt er að koma í veg fyrir.

 

 “Þegar þúsaldarmarkmiðin voru sett árið 2000 um að draga úr barnadauða um 2/3 fyrir árið 2015, var það von okkar sem vinnum að mannréttindabaráttu barna að þessi breyting væri möguleg. Í dag vitum við að með því að vinna saman getum við náð mun betri árangri. Það er ekki ásættanlegt að ætla einungis að draga úr barnadauða um 2/3. Öll börn eiga rétt til lífs. Þess vegna höfum við gengið í hóp þeirra sem vilja útrýma barnadauða af viðráðanlegum orsökum fyrir árið 2030 og leggjum okkar af mörkum til að þrýsta á að það verði markmið Sameinuðu Þjóðanna eftir árið 2015,” segir Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi.

 

Barnamaraþonið hefst á báðum stöðum, í Egilshöll og Akraneshöll, klukkan 10. Hvert og eitt barn hleypur 200 metra í einu, 6-9 sinnum, eftir fjölda í liði. Þekktir einstaklingar leggja málstaðnum einnig lið með því að taka þátt í boðhlaupinu.

 

Þetta er í sjötta sinn sem hlaupið fer fram á alþjóðavísu. Á síðasta ári náðu 15 lið af 425 að slá maraþonheimsmet Patrick Makau frá Kenýu sem er 2:03:38. Besti t