72 milljónir barna í heiminum án skólagöngu

 

1GOAL300x250_2Í dag eru 72 milljónir barna í heiminum sem ekki hafa tækifæri til að ganga í skóla. Herferðin 1GOAL hefur það að markmiði að tryggja að langvarandi áhrif heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu árið 2010 verði í þágu þessara barna.

1GOAL300x250_2Í dag eru 72 milljónir barna í heiminum sem ekki hafa tækifæri til að ganga í skóla. Herferðin 1GOAL hefur það að markmiði að tryggja að langvarandi áhrif heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu árið 2010 verði í þágu þessara barna.

Knattspyrnumenn, aðdáendur, góðgerðarsamtök, fyrirtæki og einstaklingar koma saman undir merkjum 1GOAL og leggjast á eitt við að ná því metnaðarfulla markmiði að tryggja öllum börnum menntun. Börn, sem ekki hljóta menntun, gætu verið leiðtogar, íþróttastjörnur, læknar og kennarar framtíðarinnar en þess í stað glíma þau ævilangt við fátækt. Menntunin er vopn í þeirri baráttu, hún veitir börnunum aukna möguleika.


Með því að skrá þig í 1GOAL-liðið, leggur þú þitt af mörkum til að gera menntun fyrir alla að veruleika. Heimasíða 1GOAL er  http://www.join1goal.org/home.php.