75% lands í Queensland í Ástralíu er hamfarasvæði

75% lands í Queenslandríki hefur verið lýst hamfarasvæði. Barnaheill – Save the Children í Ástralíu hafa brugðist við aukinni þörf fyrir aðstoð við börn með því að senda fólk á vettvang í Rockhampton, Emerald og Brisbane og verið er að kanna stöðu mála í Ipswich.

Mike Penrose, framkvæmdastjóri neyðarhjálpar Barnaheilla – Save the Children í Ástralíu, vinnur nú með yfirvöldum í Queensland að því að tryggja að þarfir barna gleymist ekki. „Um leið og vatnshæðin eykst, verður þörfin fyrir aðstoð til barna og fjölskyldna þeirra á þessum hættutímum brýnni. Við höfum þegar sent þjálfað starfsfólk inn á þau svæði sem verst hafa orðið úti og þar sem gera má ráð fyrir að fólk komist ekki heim í bráð. Þetta starfsfólk á að mæta þörfum barna, m.a. með því að koma á fót barnvænum svæðum í fjöldahjálparstöðvum.“Barnvæn svæði vernda börn og veita þeim tækifæri til að leika sér og jafna sig eftir þær þjáningar sem þau hafa orðið fyrir og orðið vitni að. Þannig má hjálpa börnunum að upplifa á ný eðlilegt líf í þessum afar óvenjulegu aðstæðum. Þá veita barnvænu svæðin foreldrum kærkomna hvíld.

Á þeim svæðum, þar sem flóðavatnið er farið að minnka, er erfið vinna að hefjast hjá mörgum fjöldskyldum sem snúa heim á ný og reyna að koma aftur undir sig fótunum. Barnvæn svæði Barnaheilla – Save the Children tryggja örugga umsjón með börnum á öllum aldri á meðan foreldrarnir reyna að hefja endurbygginguna.„Það er ekki hægt að líta fram hjá þeim ósköpum sem þessar fjölskyldur eru að ganga í gegnum,“ segir Mike Penrose.

„Barnaheill – Save the Children í Ástralíu nýta sér reynslu samtakanna í að takast á við hamfarir á þessari stærðargráðu, s.s. í flóðunum í Pakistan og við jarðskjálftann á Haítí. Þannig tryggjum við að börn í Queensland sem orðið hafa fyrir áhrifum af flóðunum fái besta mögulega stuðning. “Hægt er að fylgjast með Barnaheillum – Save the Children í Ástralíu á facebook (facebook.com/SavetheChildrenAustralia) og á Youtube (youtube.com/SavetheChildrenAus).Hægt er að hringja í söfnunarsíma Barnaheilla –Save the Children á Íslandi, 904 1900 og 904 2900, til að leggja málefninu lið eða leggja inn frjáls framlög á 0327-26-001989, kt. 521089-1059