960.000 börn frá Írak á landflótta

11.05.2007

Vegna yfirstandandi átaka og ofsókna í Írak hafa um 2 milljónir Íraka flúið heimaland sitt.

Áætlað er að um helmingur þessa fólks, eða um 960.000 manns, séu börn undir 18 ára aldri. Áætlað er svo að um 620.000 þeirra séu börn á skólaaldri.  

11.05.2007

Vegna yfirstandandi átaka og ofsókna í Írak hafa um 2 milljónir Íraka flúið heimaland sitt.

Áætlað er að um helmingur þessa fólks, eða um 960.000 manns, séu börn undir 18 ára aldri. Áætlað er svo að um 620.000 þeirra séu börn á skólaaldri.  

Aðstæður íraskra barna á landflótta eru slæmar en nýlegt mat sýnir að börnin hafa takmarkaðan aðgang að menntun, heilsuvernd og annarri grunnþjónustu í nýju landi.

Í mörgum tilfellum, er flóttafólk frá Írak ólöglegt í hinu nýja landi og möguleiki á brottvísun er alltaf til staðar. Fólk veigrar sér jafnvel við að leita sér menntunar, leita sér læknishjálpar og jafnvel á almenn leiksvæði fyrir börn vegna þeirrar hættu á að verða vísað úr landi.

Fátækt 

Velferð barnanna er háð fjárráðum fjölskyldunnar og þar sem atvinnumöguleikar í nágrannalöndum Íraks eru ekki góðir fyrir flóttamenn eru fjárráð íraskra fjölskyldna oft lítil. Áhyggjur,kvíði og spenna einkennir oft flóttamannafjölskyldur vegna þessa ástands.   Börn verða fyrir miklum áhrifum af streitu og áhyggjum foreldra sinna og öryggisleysi þeirra eykst í nýju landi.   Bágur efnahagur fólks veldur því að   íraskar fjölskyldur flytja í ódýr hverfi og þurfa jafnvel að deila húsnæði með öðrum. Aukinn íbúafjöldi heimilinna kallar á fleiri útivinnandi fjölskyldumeðlimi.  

Barnaþrælkun 

Lítið er um heimildir um vinnu íraskra barna þar sem vinnuframlag þeirra er ólöglegt.   Samkvæmt mati á aðstæðum íraskra flóttamanna gerð af Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR), UNICEF og Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) fer hinsvegar fjöldi útivinnandi barna fjölgandi. Þau störf sem börn eru látin vinna eru t.d heimilishjálp, í verksmiðjum, í þvottahúsum og í byggingarvinnu.   Fyrir utan það að börn sem eru útivinnandi geta ekki sinnt skólanámi, þá er veruleg hætta á því að þau séu beitt ranglæti á vinnustað, t.d. látin vinna langan vinnudag   eða starfa í hættulegu umhverfi.    Einnig eru dæmi þess að   stúlkur, allt niður í 12 ára gamlar, séu seldar til kynlífsþrælkunar.

Mismunun 

Mismunun byggð á uppruna, trú, efnahag og samfélagsstöðu getur mótað umhverfi barns frá Írak.   Það er síaukin gremja gegn Írökum í þeim löndum sem þeir flytja til því sumir rekja hækkun húsnæðisverðs, breytt siðferðisviðmið og hryðjuverkahættu til innflutnings þeirra.   Á