Aðalfundur ungmennaráðs Barnaheilla

Ungmennaráð Barnaheilla - Save the Children á Íslandi býður alla á aldrinum 13-25 ára velkomna á opinn aðalfund föstudaginn 2. september kl. 16-19. Fundað er í húsnæði Barnaheilla, Háaleitisbraut 13, á 4. hæð.

Ungmennaráð hringurUngmennaráð Barnaheilla - Save the Children á Íslandi býður alla á aldrinum 13-25 ára velkomna á opinn aðalfund föstudaginn 2. september kl. 16-19. Fundað er í húsnæði Barnaheilla, Háaleitisbraut 13, á 4. hæð.

Fólk er hvatt til að mæta en þó er ekki þörf á að vera allan tímann, en ráðið hvetjur þó alla til þess!

Starf ungmennaráðsins og Barnaheilla á Íslandi verður kynnt, farið verður í leiki, miðað að því að kynnast og hafa gaman, veitingar í boði og svo heimsókn frá RBUF, ungmennasamtökum Save the Children í Svíþjóð.

Ungmennaráðið hvetur alla til að mæta og kynna sér starfið. Öllum er velkomið að gerast meðlimir.

Dagskrá:
Kl. 16-16:30 - Hópefli, leikir
Kl. 16:30-17 - Kynning á ungmennaráðinu og Barnaheillum
Kl. 17-17:15 - Skýrsla kynnt og farið yfir fjármál
Kl. 17:15-17:30 - Kosningar - kosið í stjórn
Kl. 17:30-17:45 - Pása og léttar veitingar
Kl. 17:45-18:30- ‘’workshop’’ með RBUF
Kl. 18:30-19 - PIZZA, opið fyrir skráningu í ungmennaráðið

Nánari upplýsingar er að finna á fésbókarsíðu ráðsins.