Að uppræta einelti

Miðvikudaginn 13. október stendur Náum áttum, opinn samstarfshópur um fræðslu og forvarnarmál, fyrir morgunverðarfundi þar sem fjallað verður um einelti, m.a. frá sjónarhóli þolenda og gerenda.

Miðvikudaginn 13. október stendur Náum áttum, opinn samstarfshópur um fræðslu og forvarnarmál, fyrir morgunverðarfundi þar sem fjallað verður um einelti, m.a. frá sjónarhóli þolenda og gerenda.

Á fundinum mun Berglind Rós Magnúsdóttir, ráðgjafi mennta- og menningarmálaráðherra fjalla um faglega umhyggju og velferð í skólasamfélaginu og liðsmenn Jerico, landssamtaka foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda, fjalla um einelti út frá reynslu þolanda og geranda. Þá mun leikhópurinn Elítan, frá Ungmennaráði SAFT, sýna leikverk um einelti. Fundarstjóri verður Margrét Júlía Rafnsdóttir.

Fundurinn hefst kl. 08.15 á Grand Hóteli Reykjavík og stendur til kl. 10.00. Skráning fer fram á www.lydheilsustod.is/skraning. Þáttökugjald er kr. 1.500. Öllum heimil þátttaka á meðan að húsrúm leyfir.