að hafa engan til að leita til

Börn á svæðum þar sem stríðsátökum er nýlega lokið hafa verið beitt kynferðislegu ofbeldi af einstaklingum sem eiga að hjálpa þeim. Samkvæmt skýrslu Barnaheilla – Save the Children í Bretlandi sem kom út fyrr í vikunni hafa nokkrir starfsmenn hjálparsamtaka og liðsmenn friðargæslusveita  misnotað aðstöðu sína og beitt börn kynferðislegu ofbeldi, og eru þau yngstu sex ára gömul.

 

Börn á svæðum þar sem stríðsátökum er nýlega lokið hafa verið beitt kynferðislegu ofbeldi af einstaklingum sem eiga að hjálpa þeim. Samkvæmt skýrslu Barnaheilla – Save the Children í Bretlandi sem kom út fyrr í vikunni hafa nokkrir starfsmenn hjálparsamtaka og liðsmenn friðargæslusveita  misnotað aðstöðu sína og beitt börn kynferðislegu ofbeldi, og eru þau yngstu sex ára gömul.

Fram kemur í skýrslunni að fæst málanna séu tilkynnt þar sem börnin og fjölskyldur þeirra óttist mjög afleiðingarnar.  Málin er því sjaldan rannsökuð og þannig komast gerendur hjá refsingu. Barnaheill – Save the Children í Bretlandi könnuðu ástandið í Súdan, Haítí og á Fílabeinsströndinni.

Barnaheill- Save the Children hvetja alþjóðastofnanir og alþjóðasamtök til að axla ábyrgð í þessum málum og leggja til að:

·         Nýtt alþjóðlegt eftirlit verði komið á laggirnar til að vakta og meta viðleitni hjálparsamtaka til að takast á við vandann og hvetja til árangursríkari viðbragða.

·         Setja upp virkt kvörtunarkerfi til að auðvelda fólki að tilkynna misnotkun gegn þeim.

·         Tekist verði á við rót misnotkunar og að stjórnvöld, gefendur og hið alþjóðlega samfélag setji málið í forgang og þá meðtalið að þróað verði kerfi til verndar börnum á alþjóðlegum grundvelli.