Að öryggi og vernd barna sé ávalt haft að leiðarljósi ? skýrar starfsreglur mikilvægar

barnah.logo_nota.jpgAð mati Barnaheilla, Save the Children á Íslandi, var það réttmæt ákvörðun Reykjavíkurborgar að segja upp starfsmanni þeim er sló tæplega fimm ára barn utan undir á leikskóla í borginni en telja þó að bregðast hefði átt skjótar við.

Í Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna er kveðið á um að börn skuli njóta verndar gegn öllu ofbeldi, líkamlegu, andlegu og kynferðislegu. Líkamlegar refsingar og það að löðrunga barn er klárlega ofbeldi og brot á Barnasáttmálanum.

Að mati Barnaheilla, Save the Children á Íslandi, var það réttmæt ákvörðun Reykjavíkurborgar að segja upp starfsmanni þeim er sló tæplega fimm ára barn utan undir á leikskóla í borginni en telja þó að bregðast hefði átt skjótar við.

Í Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna er kveðið á um að börn skuli njóta verndar gegn öllu ofbeldi, líkamlegu, andlegu og kynferðislegu. Líkamlegar refsingar og það að löðrunga barn er klárlega ofbeldi og brot á Barnasáttmálanum.

Barnaheill leggja áherslu á að í íslenskum lögum og í starfsreglum þeirra sem vinna með börnum og að málefnum þeirra, sé kveðið skýrt á um að að ofbeldi skuli aldrei líðast og að ofbeldi sé aldrei leið til að aga börn. Mikilvægt er að allir stafsmenn séu upplýstir um þá stefnu og þær starfsreglur sem í gildi eru, að reglurnar séu virtar og að brugðist sé skjótt við ef upp koma mál sem þetta. Hagsmunir barnsins skulu ávalt hafðir að leiðarljósi við úrlausnir mála.

Þá leggja Barnaheill áherslu á mikilvægi fræðslu um réttindi barna, öryggi þeirra og vernd fyrir alla þá aðila sem vinna með börnum og að málefnum þeirra.