Afnemum gjaldtöku fyrir námsgögn - undirskriftasöfnun

Barnaheill - Save the Children á Íslandi leita til almennings eftir undirskriftum til að þrýsta á um að réttindi barna til gjaldfrjálsrar grunnmenntunar verði virt. Samtökin hafa á síðastliðnu ári sent yfirvöldum tvær áskoranir.


Gjaldfrjáls grunnskóli 1000Barnaheill - Save the Children á Íslandi leita til almennings eftir undirskriftum til að þrýsta á um að réttindi barna til gjaldfrjálsrar grunnmenntunar verði virt. Samtökin hafa á síðastliðnu ári sent yfirvöldum tvær áskoranir.

Öll börn eiga rétt á grunnmenntun án endurgjalds samkvæmt 28. grein barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem Ísland hefur lögfest. Í 2. grein er jafnframt kveðið á um að ekki megi mismuna börnum sökum stöðu þeirra eða foreldra þeirra, svo sem vegna efnahags.

Skólinn er hornsteinn jafnræðis í samfélaginu og þess vegna er afar mikilvægt að tryggja að börnum sé ekki mismunað.

Á liðnu ári hafa Barnaheill sent frá sér tvær áskoranir til ríkis og sveitarfélaga um að tryggja öllum börnum þennan rétt sinn. Samtökin hvöttu þingmenn til að beita sér fyrir lagabreytingum sem tækju af öll tvímæli um að gjaldtaka væri óheimil og hvöttu sveitarfélög til að setja skýrar reglur þar að lútandi:

1       Barnaheill hvetja þingheim til að gera breytingar á 31. gr. grunnskólalaga, þannig að tekið verði fyrir alla gjaldtöku á námsgögnum nemenda, þ.m.t. á ritföngum og pappír sem samtökin telja að verði að líta á sem námsgögn, því án þess geta nemendur ekki stundað nám sitt.

2       Barnaheill hvetja stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög, að setja skýrar reglur um að óheimilt sé að krefja foreldra um innkaup á gögnum, greiðslu fyrir gögn sem nota á vegna skólagöngu barnanna eða fyrir aðra starfsemi á vegum skóla.

3       Barnaheill hvetja alla grunnskóla til að finna leiðir til að uppfylla markmið aðalnámskrár um menntun barnanna, án þess að krefja foreldra um greiðslu á hluta námsgagna eða starfsemi á vegum skóla.

Gjaldtaka felur í sér mismunun fyrir börn og fjölskyldur þeirra. 

Undirskriftasöfnun:

Nú leitum við til almennings eftir undirskriftum til að þrýsta á um að þessi réttindi barna verði virt að fullu og lögum breytt til að tryggja að svo verði.

Tökum höndum saman og stöndum vörð um réttindi íslenskra barna til náms án gjaldtöku! Krefjumst þess að innkaupalistar skóla verði aflagðir og að öll börn standi jafnt að vígi þegar kemur að grunnréttindum þeirra til menntunar.

Smellið hér til að skrifa undir áskorun.