Áherslur stjórnmálaflokka í málefnum barna

Í aðdraganda kosninga er gott að þekkja stefnu stjórnmálaflokka í málefnum barna. Því brugðu Barnaheill á það ráð að senda flokkunum spurningalista og kölluðu eftir svörum sem enn eru að berast til samtakanna.

Tilgangur þess að óska eftir svörum framboða er að safna saman upplýsingum um áherslur hvers og eins flokks og varpa ljósi á hvaða leiðir þeir telja heillavænlegastar til að ná fram sínum áherslum. Það er ekki síður tilgangur spurninganna að hvetja öll framboð stjórnmálaflokka til að hafa áherslur í málefnum barna og ungmenna að leiðarljósi í allri umræðu sem framundan er.

Barnaheill munu fylgja svörunum eftir og þrýsta á um efndir við stjórnarmyndunarviðræður.

Spurningarnar voru eftirfarandi:

  1. Hversu mikla áherslu ætlið þið að leggja á réttindi barna og Barnasáttmálann, sem og Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna ef þið komist til áhrifa?
  2. Hvernig getur menntakerfið komið betur en nú, til móts við börn með mismunandi styrkleika og þarfir og stuðlað að fjölbreyttri menntun og kennsluaðferðum?
  3. Hvernig ætlið þið að tryggja að þjónusta við börn verði ekki skorin niður í kjölfar Covid-19?
  4. Hvaða leiðir ætlið þið að fara til að stytta biðlista og greiningaferli eftir þjónustu t.d. fyrir fötluð börn og börn með geðrænan vanda?
  5. Hvernig sjáið þið fyrir ykkur að framfylgja þeim kerfisbreytingum sem barnamálaráðherra hefur sett af stað og nýta þær?
  6. Hvernig getur Ísland verið í fremstu röð í þróunarsamvinnu?
  7. Hvaða leiðir teljið þið að þurfi að fara til að efla þátttöku barna í öllum ákvörðunum sem þau varða og til að koma í veg fyrir að börnum sé mismunað á grundvelli mismunandi menningarbakgrunns, fjárhagsstöðu foreldra og fleira?
  8. Hvernig á að/ætlar flokkurinn að minnka áhrif loftslagsbreytinga og þannig tryggja velferð barna og framtíð þeirra?

Hér að neðan má finna svör stjórnmálaflokkanna.

Samfylkingin

Píratar

Vinstrihreyfingin - grænt framboð

Framsóknaflokkurinn

Sjálfstæðisflokkurinn

Sósíalistaflokkurinn

Viðreisn