Aldrei fleiri þurft á mannúðaraðstoð að halda

Á nýju ári munu 237 milljónir manna þurfa á mannúðaraðstoð og vernd að halda samkvæmt Sameinuðu þjóðunum. Sá fjöldi hefur aldrei verið meiri.

Réttindi barna og möguleikar þeirra að bjartri framtíð hanga á bláþræði. Til þess að mæta þörfum barna er mikilvægt að ríki heims, stofnanir, félagasamtök og fleiri aðilar auki framboð mannúðaraðstoðar. Alþjóðasamtök Barnaheilla - Save the Children hafa gefið út viðbragðsáætlun mannúðaraðstoðar fyrir árið 2022 sem felst í aðgerðum upp á 1 milljarð bandaríkjadala til þess að ná til 30 milljóna manna í neyð, þar af 15 milljóna barna. Þessi viðbragðsáætlun nær til 37 landa og er þetta stærsta mannúðarákall í sögu Barnaheilla.

 

Styrkja starf Barnaheilla hér

Hér má sjá þau 37 lönd sem eru á viðbraðgsáætlun Barnaheilla