Aldrei verið meiri þörf fyrir neyðaraðstoð en á árinu 2010

IW_Pakistan_22AUG10.007_minniNú þegar milljónir barna takast á við afleiðingar hamfaranna á Haítí og í Pakistan fyrr á þessu ári, stefnir í að alþjóðleg neyðaraðstoð hafi aldrei verið meiri en á árinu 2010. Árið 2005, þegar tsunami flóðbylgjan gekk yfir suðaustur Asíu, hafði áður þennan vafasama heiður. Samkvæmt nýrri skýrslu Barnaheilla – Save the Children mun tíðni náttúruhamfara  aukast sem og þörfin fyrir aðstoð í flóknum pólítískum aðstæðum.

Niger6_REP_180510_minniNú þegar milljónir barna takast á við afleiðingar hamfaranna á Haítí og í Pakistan fyrr á þessu ári, stefnir í að alþjóðleg neyðaraðstoð hafi aldrei verið meiri en á árinu 2010. Árið 2005, þegar tsunami flóðbylgjan gekk yfir suðaustur Asíu, hafði áður þennan vafasama heiður. Samkvæmt nýrri skýrslu Barnaheilla – Save the Children mun tíðni náttúruhamfara  aukast sem og þörfin fyrir aðstoð í flóknum pólítískum aðstæðum.

Sameinuðu þjóðirnar og hjálparstofnanir hafa nú þegar lagt 12,8 milljarða Bandaríkjadala í neyðaraðstoð vegna átaka og náttúruhamfara á árinu 2010. Enn eru fjórir mánuðir eftir af árinu og er gert ráð fyrir að þessi upphæð muni fara fram úr þeim 13,1 milljarði Bandaríkjadala sem varið var í neyðaraðstoð á árinu 2005, árið sem tsunami flóðbylgjan gekk yfir suðaustur Asíu.

„Þetta ár á sér engan sinn líkan þegar kemur að umfangi og margræðni neyðaraðstoðarinnar,“ segir Gareth Owen, yfirmaður neyðaraðstoðar Barnaheilla – Save the Children. „Þörfin fyrir aðstoð frá hjálparstofnunum á átakasvæðum og í kjölfar náttúruhamfara hefur verið gríðarleg. Því miður, er líklegt að fleiri og fleiri  börn og fjölskyldur þeirra verði fyrir barðinu á hörmungum í framtíðinni.“

Í nýrri skýrslu Barnaheilla – Save the Children, At a Crossroads: Humanitarianism for the Next Decade, sem fjallar um mannúðarstarf á næsta áratug, kemur fram að aukin þörf fyrir aðstoð sé í takt við þá þróun að hörmungar verði tíðari og flóknari. Talið er að náttúruhamfarir munu eiga sér stað oftar og verða alvarlegri auk þess sem áfram verði nauðsynlegt að veita neyðaraðstoð þar sem aðstæður eru flóknar af pólítískum ástæðum.

Þarna kemur til sambland af loftslagsbreytingum, aukningu í mannfjölda og flutningar fólks til borga sem leiðir af sér að æ fleira fólk er berskjaldað fyrir náttúruhamförum. Gert er ráð fyrir að árið 2015 munu 50% fleiri verða fyrir áföllum af völdum hörmunga sem rekja má til loftslagsbreytinga, þ.e. fari úr 250 milljónum á ári eins og staðan er í dag í 375 milljónir.

Í skýrslunni kemur einnig fram að óljós skil á milli stjórnmála, öryggis og neyðaraðstoðar verði áfram alvarleg áskorun. Þegar hjálparstofnanir eru að störfum á svæðum sem eru viðkv&a