Alþjóðlegi netöryggisdagurinn 2014

Á alþjóðlega netöryggisdeginum, 11. febrúar næstkomandi, verður haldinn ráðstefna um Internetið við Menntavísindasvið HÍ. Að henni standa mennta- og menningarmálaráðuneytið, innanríkisráðuneytið, velferðarráðuneytið, Póst og fjarskiptastofnun og SAFT. Ekkert þátttökugjald er á ráðstefnuna og skráning fer fram á Facebook eða með pósti á saft@saft.is

Á alþjóðlega netöryggisdeginum, 11. febrúar næstkomandi, verður haldinn ráðstefna um Internetið við Menntavísindasvið HÍ. Að henni standa mennta- og menningarmálaráðuneytið, innanríkisráðuneytið, velferðarráðuneytið, Póst og fjarskiptastofnun og SAFT. Ekkert þátttökugjald er á ráðstefnuna og skráning fer fram á Facebook eða með pósti á saft@saft.is

Áhugasamir um þátttöku í málstofum sendi tölvupóst á saft@saft.is

Dagskrá

11.40 – 12.00  Skráning

12.00 – 12.15  Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, býður gesti velkomna og setur ráðstefnuna

12.15 – 12.25  Sigríður Hallgrímsdóttir, aðstoðarmaður menningar- og menntamálaráðherra

12.25 – 12.40  Velferðarráðuneytið

12.40 – 13.00  Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar: Af hverju þarf samráðsvettvang um stefnumótun um málefni internetsins? Vernd barna, miðlalæsi, frelsi og öryggi á internetinu sett í alþjóðlegt samhengi.

13.00 – 13.20  Almar M. Halldórsson, verkefnisstjóri PISA hjá Námsmatsstofnun – Læsi íslenskra nemenda síðastliðinn áratug samkvæmt PISA könnun OECD.

13.20 – 13.40  Ungmennaráð SAFT

13.40 – 14.00 Kaffihlé 

14.00 – 16.00 Málstofur

  • Ábyrgð og vernd Íslendinga á netinu 

Hvernig tryggjum við öryggi fólks á netinu og hvetjum til ábyrgrar notkunar nýrrar tækni? Hvert er hlutverk foreldra, skóla og samfélagsins? Hvaða reglur gilda um Internetið þegar tjáningarfrelsið er annars vegar? Hver er ábyrgur fyrir því efni sem birt er? Hvaða leiðir eru færar fyrir Íslendinga þegar ólöglegt efni og meiðyrði er vistað hjá erlendum aðilum? Hvaða rétt höfum við til tjáningar og til upplýsingaöflunar? Er Ísland eyland, eða þurfum við að taka tillit til löggjafar annarra ríkja? Hvað segja niðurstöður rannsókna um netnotkun Íslendinga? 

Málstofustjórar eru Ingimar Karl Helgason, blaðamaður og Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdarstjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands. Umsjón málstofu Steinunn Pieper, Mannréttindaskrifstofa Ísland og Sólveig Karlsdóttir, Heimili og skóli – Landssamtök foreldra. Meðal þátttakenda verða fulltrúi ungmennaráðs, Ólafur Elínarson, ráðgjafi hjá Capacent, Hrefna Sigurjónsdóttir, Heimili og skóli og Margrét Júlía Rafnsdóttir, Barnaheill – Save the Children Iceland. Ritari málstofu er Bj&