Málþing vegna alþjóðlega netöryggisdagsins á morgun

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn verður haldinn hátíðlegur í tíunda sinn þriðjudaginn 5. febrúar. Þemað í ár er „Réttindi og ábyrgð á netinu ” og munu yfir 70 þjóðir um allan heim standa fyrir skipulagðri dagskrá þennan dag.
 
Í tilefni dagsins stendur SAFT fyrir málþingi í Skriðu, aðalbyggingu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands v/Stakkahlíð, kl. 13.00-16.00. Málþingið er haldið í samstarfi við ráðuneyti innanríkis-, velferðar- og mennta- og menningarmála, Póst- og fjarskiptastofnun, Símann, Lenovo, Microsoft Íslandi  og Háskóla Íslands. Fundarstjórar verða Diljá Helgadóttir og Sigurbergur I. Jóhannsson, ungmennaráði SAFT.

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn verður haldinn hátíðlegur í tíunda sinn þriðjudaginn 5. febrúar. Þemað í ár er „Réttindi og ábyrgð á netinu ” og munu yfir 70 þjóðir um allan heim standa fyrir skipulagðri dagskrá þennan dag.
 
Í tilefni dagsins stendur SAFT fyrir málþingi í Skriðu, aðalbyggingu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands v/Stakkahlíð, kl. 13.00-16.00. Málþingið er haldið í samstarfi við ráðuneyti innanríkis-, velferðar- og mennta- og menningarmála, Póst- og fjarskiptastofnun, Símann, Lenovo, Microsoft Íslandi  og Háskóla Íslands. Fundarstjórar verða Diljá Helgadóttir og Sigurbergur I. Jóhannsson, ungmennaráði SAFT.

Netöryggismiðstöðvar 30 Evrópuþjóða, sem mynda samstarfsnetið Insafe, og yfir 40 önnur lönd munu þennan dag leiða saman ýmsa hagsmunaðila til þess að vekja athygli á og ræða netið frá ýmsum hliðum. Samstarfsnetið hefur látið framleiða stutta auglýsingu til þess að styðja við átakið, en hún verður aðgengileg á netinu og sýnd í sjónvarpi næstu daga.

Skráning á málþingið fer fram á saft@saft.is eða á Facebook síðu SAFT. Dagskrá og nánari upplýsingar er að finna hér.