Alþjóðasamtök Barnaheilla aðstoða þúsundir barna vegna náttúruhamfaranna í Asíu

Fjölskylda í neyðarskýli á FilipseyjumAlþjóðasamtök Barnaheilla, Save the Children veita neyðaraðstoð vegna náttúruhamfaranna í Asíu sem stefnt hafa í hættu lífi, heilsu og velferð meira en þriggja milljóna barna frá Indlandi til Samoa eyja.   Barnaheill, Save the Children hafa veitt fjölda barna og fjölskyldum þeirra neyðaraðstoð og hjálp og jafnframt hafa verið settar í gang viðbragðsáætlanir til verndar börnum í Indónesíu, Filippseyjum, Víetnam, Indlandi, Nepal og á Samóa eyjum.

Alþjóðasamtök BarnaheillaSave the Children veita neyðaraðstoð vegna náttúruhamfaranna í Asíu sem stefnt hafa í hættu lífi, heilsu og velferð meira en þriggja milljóna barna frá Indlandi til Samoa eyja.   Barnaheill, Save the Children hafa veitt fjölda barna og fjölskyldum þeirra neyðaraðstoð og hjálp og jafnframt hafa verið settar í gang viðbragðsáætlanir til verndar börnum í Indónesíu, Filippseyjum, Víetnam, Indlandi, Nepal og á Samóa eyjum.

,,Hamfarirnar í Asíu hafa skilið börnin eftir heimilislaus, særð og sorgmædd", segir Charlotte Petri Gornitzka framkvæmdastjóri Alþjóðasamtaka Barnaheilla.,,Við vinnum með fjölskyldum sem búa í yfirfullum og heilsuspillandi skýlum eða bráðabirgðatjöldum sem sett hafa verið upp fyrir framan heimili þeirra sem nú eru rústir einar. Við vinnum með börnum sem horfðu á heimili sín fljóta burt í vatnsflóðinu."

Á innan við tveimur vikum hefur Alþjóðasamtökum Barnaheilla, Save the Children, tekist að nýta mannskap og fjármagn sem best til hjálpar tugþúsundum þurfandi börnum og munu halda því áfram eins lengi og þörf er og þar til fólk er farið að lifa eðlilegu lífi á ný.

Barnaheill, Save the Children, hafa útvegað mat, hreint vatn, eldhúsáhöld, hreinlætisvörur, teppi og ábreiður og komið á barnvænlegu umhverfi fyrir meira en 26 þúsund manns á hamfarasvæðunum. Samtökin þjálfa starfsfólk og útvega fjármagn vinna aðgerðaáætlanir til að mæta þörfum barna og fjölskyldna þeirra til lengri tíma.

Hér að neðan má sjá dæmi um hjálparstarf Barnaheilla, Save the Children í hverju landi fyrir sig.

Á Filippseyjum hafa Barnaheill, Save the Children aðstoðað tæplega 15 þúsund manns, helmingur þeirra er börn. Stormurinn olli miklu flóði, heimili fóru í kaf og meira en 400 þúsund manns þurftu að flýja heimili sín. Barnaheill, Save the Children dreifðu nauðsynjavörum s.s. mat, eldunaráhöldum, moskítónetum, ábreiðum og hreinlætisvörum. Einnig komu samtökin á fót barnvænum svæðum. Meira en 400 skólar eyðilögðust og aðrir hafa verið gerðir að flóttamannabúðum og eru allt að 40 fjölskyldur í hverri skólastofu.

Í Indonesíu hafa Barnaheill, Save the Children byggt skýli fyrir um 9000 manns, þar af 5400 börn, á þeim svæðum sem verst urðu úti í jarðskjálftunum. Samtökin hafa aðstoðað þær fjölskyldur sem verst urðu úti og á þeim svæðum sem minnsta aðstoð hafa fengið.

 

Í Víetnam hafa Barnaheill, Save the Children, dreift mat, ábreiðum og öðrum nauðsynjum til 20 þúsund fjölskyldna, þar sem fjöldi barna er 50 þúsund. Samt&ou