Alþjóðasamtök Barnaheilla lýsa yfir neyðarástandi í Mósambík - óskað er eftir fjárframlögum

Frá flóðasvæðum í Mósambaík - Mynd: ReutersÁframhaldandi flóð vegna mikilla rigninga í Mósambík neyða þúsundir fjölskyldna til að flýja heimili sín og leita hælis í flóttamannabúðum.
65.000 manns hafa verið flutt af flóðasvæðunum, en þar af er ríflega helmingur þeirra börn.  Alþjóðasamtök Barnaheilla eru á staðnum til að veita þá neyðarastoð sem til þarf fyrir börn og fjölskyldur þeirra.

Áframhaldandi flóð vegna mikilla rigninga í Mósambík neyða þúsundir fjölskyldna til að flýja heimili sín og leita hælis í flóttamannabúðum.
65.000 manns hafa verið flutt af flóðasvæðunum, en þar af er ríflega helmingur þeirra börn.  Alþjóðasamtök Barnaheilla eru á staðnum til að veita þá neyðarastoð sem til þarf fyrir börn og fjölskyldur þeirra.

Alþjóðasamtök Barnaheilla vinna ötullega að hjálparstarfi á svæðinu og dreifa neyðarbúnaði til barna og fjölskyldna þeirra s.s. teppum, mataráhaldum, sápum og áhöldum og búnaði til að reisa neyðarskýli.  Áhersla er lögð á öruggan aðbúnað fyrir börnin og fjölskyldur þeirra og sett eru upp skólatjöld fyrir kennslu þar sem mögulegt er, en skólasetning vorannar hefst í Mósambík eftir tvær vikur.Áframhaldandi rigningum er spáð og flóðin geta varað í yfir 10 vikur til viðbótar. 

Alþjóðasamtök Barnaheilla hafa verið við störf í Mósambík  síðan 1984 og hafa því áralanga reynslu af að vinna með fjölskyldum á flóðasvæðunum.

Hægt er að hlusta á viðtal við verkefnisstjóra Barnaheilla – Save the Children í Mósambík og myndir frá flóðasvæðum hér

Við leitum eftir stuðningi þínum! Hægt að hringja í styrktarsíma Barnaheilla, 907 1900 og gjaldfærast þá 1.900 krónur á símareikning þinn. Einnig er hægt að leggja inn á reikning samtakanna 1158-26-000058 kt. 521089-1059.