Alþjóðasamtök Barnaheilla (Save the Children) sinna neyðarstarfi á Haítí

Alþjóðasamtök Barnaheilla - Save the Children sinna neyðaraðstoð vegna hamfaranna á Haítí. Mikið verk er fyrir höndum og segja talsmenn samtakanna að ástandið sé hrikalegt, sérstaklega þar sem allar samgöngur eru úr skorðum og því enn erfiðara að sinna hjálparstarfi.

Alþjóðasamtök Barnaheilla - Save the Children sinna neyðaraðstoð vegna hamfaranna á Haítí. Mikið verk er fyrir höndum og segja talsmenn samtakanna að ástandið sé hrikalegt, sérstaklega þar sem allar samgöngur eru úr skorðum og því enn erfiðara að sinna hjálparstarfi.

Starfsmenn Barnaheilla - Save the Children á  Haítí hafa þurft að fara um fótgangandi eða á mótórhjólum til að meta ástandið og segja aðkomuna hræðilega, þar sem heilu hverfin eru jöfnuð við jörðu, slasaðir og lík liggi á víð og dreif og aðstæður allar hinar skelfilegustu.

,,Eyðileggingin er allsstaðar og á þessu stigi er mjög erfitt fyrir hjálparstarfsmenn að ná til særðra. Börn og fjölskyldur þurfa sem allra fyrst á öruggu skjóli að halda og einnig nauðsynjavörum til að mæta sínum grunnþörfum" segir Ian Rodgers starfsmaður samtakanna, á staðnum.

Neyðarteymi Barnaheilla- Save the Children vinnur nú hörðum höndum að því að dreifa nauðsynjavörum til fjölskyldna á Haítí eins og teppum ofl. Þá er verið að koma upp neyðarskýlum til að skapa vinalegt og öruggt umhverfi fyrir börn á svæðinu þar sem þau geta leikið sér og unnið úr þessari erfiðu reynslu sinni.

Barnaheilla - Save the Children hafa verið með starfsemi á Haítí síðan 1985 og unnið að bættri heilbrigðisþjónustu, menntun, vernd og mataraðstoð fyrir börn.

Barnaheill - Save the Children á Íslandi hafa hafið söfnun vegna hamfaranna á Haítí. Hægt er að hringja í síma 904 1900 og dragast þá 1900 krónur frá símreikningnum (ath. Að símtalið kostar 75 krónur). Einnig er hægt að leggja inn á reikning samtakanna 0336-26-58 kt: 521089- 1059 , eða að láta skuldfæra af kreditkorti.