Alþjóðasamtök Barnaheilla vinna með Clinton stofnuninni að því bæta menntun barna á átakasvæðum

Ári eftir að alþjóðasamtök Barnaheilla hleyptu af stokkunum alþjóðaverkefninu "Bætum framtíð barna" um menntun barna í stríðshrjáðum löndum, eru samtökin að hefja samstarf við fyrrum forseta Bandaríkjanna, Bill Clinton, flóttamannanefnd Sameinuðu þjóðanna, UNHRC  og Angelinu Jolie sendiherra Sameinuðu þjóðanna. Markmið samstarfsins er að kalla eftir meiri framlögum vegna menntunar barna í flóttamannabúðum.

Þetta var tillkynnt þann 25. september á þriggja daga ráðstefna Clinton stofnunarinnar, CGI. Ráðstefnuna sóttu fjöldi ráðamanna víðsvegar að úr heiminum til að ræða þau mál sem mest þykja aðkallandi og reyna að leita lausna.

Framkvæmdastjóri Barnaheilla í Bandaríkjunum, Charles MacCormack, sótti ráðstefnuna fyrir hönd alþjóðasamtaka Barnaheilla. Hann staðfesti þar skuldbindingu samtakanna um að vinna því brautargengi að 39 milljónum barna í stríðshrjáðum löndum verði tryggð gæðamenntun.

Frá því Barnaheill - Save the Children hófu að bæta framtíð barna í stríðshrjáðum löndum í gegnum gæðamenntun hafa samtökin sjálf hjálpað 3,4 milljónum barna í meira en 20 löndum. Þar fyrir utan hafa samtökin lagt mikla áherslu á að menntun barna á átakasvæðum verði sett í forgang og hafa unnið markvisst að því að virkja ríkisstjórnir, fyrirtæki og einstaklinga til að legga til fjármagn í grunnmenntun barna á átakasvæðum. Á átakasvæðum er það yfirleitt menntunin og skólakerfið sem fyrst lætur undan. Skólakerfið hrynur þegar skólar loka, kennarar flýja, eða eru kallaðir í herinn. Þetta setur börn í mikla hættu, þau leiðast frekar út í hernað og vinnuþrælkun. Þetta eykur enn fremur líkur á að þau flosni upp af svæðunum, fari á flakk og verði auðveld fórnarlömb ofbeldis og misnotkunar.

,,Öll börn eiga rétt á menntun og þess vegna erum við þakklát UNHCR og Bill Clinton fyrrverandi forseta fyrir að beita sér fyrir því að börn á átakasvæðum verði ekki skilin eftir" segir Charles McCormack framkvæmdastjóri Barnaheilla í Bandaríkjunum.

Sjá nánar hér


 

Ári eftir að alþjóðasamtök Barnaheilla hleyptu af stokkunum alþjóðaverkefninu "Bætum framtíð barna" um menntun barna í stríðshrjáðum löndum, eru samtökin að hefja samstarf við fyrrum forseta Bandaríkjanna, Bill Clinton, flóttamannanefnd Sameinuðu þjóðanna, UNHRC  og Angelinu Jolie sendiherra Sameinuðu þjóðanna. Markmið samstarfsins er að kalla eftir meiri framlögum vegna menntunar barna í flóttamannabúðum.

Þetta var tillkynnt þann 25. september á þriggja daga ráðstefna Clinton stofnunarinnar, CGI. Ráðstefnuna sóttu fjöldi ráðamanna víðsvegar að úr heiminum til að ræða þau mál sem mest þykja aðkallandi og reyna að leita lausna.

Framkvæmdastjóri Barnaheilla í Bandaríkjunum, Charles MacCormack, sótti ráðstefnuna fyrir hönd alþjóðasamtaka Barnaheilla. Hann staðfesti þar skuldbindingu samtakanna um að vinna því brautargengi að 39 milljónum barna í stríðshrjáðum löndum verði tryggð gæðamenntun.

Frá því Barnaheill - Save the Children hófu að bæta framtíð barna í stríðshrjáðum löndum í gegnum gæðamenntun hafa samtökin sjálf hjálpað 3,4 milljónum barna í meira en 20 löndum. Þar fyrir utan hafa samtökin lagt mikla áherslu á að menntun barna á átakasvæðum verði sett í forgang og hafa unnið markvisst að því að virkja ríkisstjórnir, fyrirtæki og einstaklinga til að legga til fjármagn í grunnmenntun barna á átakasvæðum. Á átakasvæðum er það yfirleitt menntunin og skólakerfið sem fyrst lætur undan. Skólakerfið hrynur þegar skólar loka, kennarar flýja, eða eru kallaðir í herinn. Þetta setur börn í mikla hættu, þau leiðast frekar út í hernað og vinnuþrælkun. Þetta eykur enn fremur líkur á að þau flosni upp af svæðunum, fari á flakk og verði auðveld fórnarlömb ofbeldis og misnotkunar.

,,Öll börn eiga rétt á menntun og þess vegna erum við þakklát UNHCR og Bill Clinton fyrrverandi forseta fyrir að beita sér fyrir því að börn á átakasvæðum verði ekki skilin eftir" segir Charles McCormack framkvæmdastjóri Barnaheilla í Bandaríkjunum.