Gríðarlega alvarlegur matvælaskortur í Níger

Niger_matvaelaskortur_minniNíger stendur frammi fyrir mjög alvarlegum matvælaskorti. Ríflega helmingur þjóðarinnar, 7,8 milljónir manna, þarfnast bráðrar neyðaraðstoðar. 20% þjóðarinnar (2,7 milljónir manna) hafa verið skilgreind sem „sérstaklega viðkvæm“ af stjórnvöldum í Níger og 378 þúsund börn eiga á hættu alvarlega vannæringu á næstu mánuðum.

Niger_matvlaskortur_minniNíger stendur frammi fyrir mjög alvarlegum matvælaskorti. Ríflega helmingur þjóðarinnar, 7,8 milljónir manna, þarfnast bráðrar neyðaraðstoðar. 20% þjóðarinnar (2,7 milljónir manna) hafa verið skilgreind sem „sérstaklega viðkvæm“ af stjórnvöldum í Níger og 378 þúsund börn eiga á hættu alvarlega vannæringu á næstu mánuðum.

Staðbundinn þurrkur veldur neyðinni nú þó ástandið sé ólíkt því sem var árið 2005. Þurrkurinn hefur valdið víðtækum uppskerubresti og búfénaður hefur drepist. Matvælaverð hefur einnig hækkað og er nú 20% hærra en í fyrra. Fjölskyldur eiga af þessum sökum erfitt með að láta enda ná saman og hafa hreinlega ekki efni á matvælum.

Í Níger deyja 167 börn af hverjum 1000 fyrir fimm ára aldur sem þýðir að dánartíðni barna á þessu aldursbii er sú þrettánda mesta í heiminum. 43% barna í Níger undir fimm ára aldri búa við langvarandi vannæringu og er helmingur allra dauðsfalla barna rakinn til vannæringar. Ástandið nú stefnir börnum í enn meiri hættu. Ef barn er vannært á fyrstu tveimur árum ævi sinnar, getur það haft óafturkræf áhrif á vitsmunalegt og líkamlegt atgervi þeirra sem og á heilsu þeirra, vöxt, árangur í námi og tekjuöflun á fullorðinsárum.

Ef alþjóðasamfélagið grípur ekki til aðgerða þegar í stað, munu tugir þúsunda barna látast í sumar og 1,2 milljónir barna verða vannærð. Þekkingin og möguleikarnir á því að stöðva þennan harmleik eru til staðar og ef ekki verður gripið til ráðstafana nú verður ástandið enn verra á næsta ári. Barnaheill – Save the Children hafa unnið í Níger frá því árið 2005 og eru nú að auka þar viðbúnað sinn. Samtökin búa yfir þekkingu og getu til að veita neyðaraðstoð sem getur skipt sköpum. Markmið þeirra eru að ná til 60 þúsunda barna í gegnum næringaraðstoð, 100 þúsunda barna í gegnum heilsugæslu og 55 þúsunda barna í gegnum áætlun um örugg matvæli. Barnaheill – Save the Children vinna í Maradi og Zinder og opnuðu í upphafi árs nýja miðstöð í Diffa.

Ástandið í Níger nú er þörf áminning fyrir alþjóðasamfélagið. Í september munu leiðtogar heimsins koma saman í New York til að fara yfir árangur „Þróunarmarkmiða þúsaldarinnar“, þ.m.t. að draga úr dauða barna innan fimm ára aldurs. Ef ekki tekst að bjarga lífi barnanna í Níger, myndi það varpa mjög dökkum skugga