Ályktun Barnaheilla til ríkisstjórnar og sveitarfélaga

Nú þegar gerð fjárlaga fyrir árið 2010 stendur yfir vilja Barnaheill, Save the Children, á Íslandi beina því til ríkisstjórnar og sveitarfélaga að þau standi vörð um réttindi barna og skerði alls ekki þjónustu við þau og fjölskyldur þeirra á sviði menntamála, heilbrigðisþjónustu og félagsþjónustu.

 

Nú þegar gerð fjárlaga fyrir árið 2010 stendur yfir vilja Barnaheill, Save the Children, á Íslandi beina því til ríkisstjórnar og sveitarfélaga að þau standi vörð um réttindi barna og skerði alls ekki þjónustu við þau og fjölskyldur þeirra á sviði menntamála, heilbrigðisþjónustu og félagsþjónustu.

Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem íslensk stjórnvöld hafa staðfest, skulu öll börn njóta sömu réttinda óháð stöðu þeirra og foreldra þeirra. Öll börn eiga meðfæddan rétt til lífs og þroska, öll börn eiga rétt á endurgjaldslausri grunnmenntun, öll börn eiga rétt á besta mögulegu heilsufari og öll börn eiga rétt á umönnun og vernd. Áframhaldandi niðurskurður í menntakerfi, heilbrigðis- og félagsþjónustu getur haft alvarleg áhrif á stöðu fjölda barna í nútíð og framtíð.

Jafnræði til náms er einn af hornsteinum íslensks samfélags. Barnaheill hafa þungar áhyggjur af þeim niðurskurði í skólakerfinu sem nú þegar hefur komið til framkvæmda. Barnaheill hvetja sveitarfélög til að standa vörð um sérkennslu, aðstoð við heimanám og stuðning við börn innflytjenda. Barnaheill leggja einnig áherslu á að ríki og sveitarfélög tryggi, með sértækum úrræðum þar sem við á, að sérhver nemandi á grunnskóla- og framhaldsskólastig hafi tök á að kaupa nauðsynleg skólagögn.

Samkvæmt nýlegri skýrslu velferðarvaktar á vegum félags- og tryggingarmálaráðuneytis fjölgaði tilkynningum til barnaverndarnefnda um 22% á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2009 miðað við árið á undan, þar af hefur tillkynningum um vanrækslu barna fjölgað um 30%. Barnaheill hvetja sveitarfélög til að tryggja að öllum tilkynningum verði fylgt vel eftir og að sett verði í gang viðeigandi stuðningsúrræði fyrir börn og fjölskyldur þeirra sem þurfa á aðstoð að halda.

Barnaheill benda á mikilvægi þess að ríki og sveitarfélög læri af þeim þjóðum sem hafa reynslu af því að ganga í gegnum efnahagsþrengingar, og geri ekki sömu mistök og þær. Í skýrslu nefndar á vegum heilbrigðisráðuneytis um sálfélagsleg viðbrögð við efnahagskreppunni er vitnað í reynslu Finna um áhrif kreppu á börn þar í landi. Þar segir m.a. að ekki sé aðeins mannúðlegt að þétta sálfélagslegt net í kringum börn, unglinga og atvinnuleitendur á tímum kreppu og atvinnuleysis, heldur sé það ódýrara en að gera það ekki.

Barnaheill fagna þeirri upplýsingasöfnun sem átt hefur sér stað hjá ríki og sveitarfélögum um áhrif kreppunnar sem og auknu samstarfi