Andleg heilsa barna á Gaza komin yfir þolmörk

Börn á Gaza eru útsett fyrir alvarlegum andlegum áföllum vegna núverandi hernaðaraðgerða. Á sama tíma eru möguleikar þeirra að takast á við áföllin teknir í burtu. Börn á svæðinu eru að upplifa mörg einkenni áfalla og eiga umönnunaraðilar, sem eru að takast á við sína eigin streitu, í erfiðleikum með að aðstoða börn að takast á við sín tilfinningalegu viðbrögð vegna átakana.

Sífellt fleiri börn láta lífið á Gaza með áframhaldandi umsátri og sprengjuárásum en fleiri en 4000 börn hafa verið drepin síðan átökin hófust fyrir rúmlega mánuði síðan. Barnaheill hafa miklar áhyggjur af líkamlegri sem og andlegri heilsu barna á svæðinu og telja andlega heilsu barna á svæðinu komna yfir þolmörk. Með loftárásum ísraelska hersins hafa innviðir verið sprengdir upp, þar á meðal skólar og spítalar sem hafa veitt fjölskyldum skjól. Þá hefur sorg, ótti og óvissa valdið börnum alvarlegum andlegum skaða en þau hafa engin örugg svæði að leita á. Fjöldi barna standa ein eftir án alls stuðnings eftir að hafa misst marga fjölskyldumeðlimi.

Framkvæmdastjóri Barnaheilla í Palestínu segir ástandið slæmt og engin örugg svæði eru eftir á Gaza auk þess sem engin undankomuleið er frá svæðinu. Þá er mikilvægt að gert sé vopnahlé, því hver dagur með áframhaldandi ofbeldi hefur í för með sér meiri líkamlegan og andlegan skaða fyrir börn sem eru fórnarlömb átakanna.

 

Barnaheill - Save the Children vinna hörðum höndum
að því að koma nauðsynlegum birgðum inn til Gaza.