Annar fellibylur í Mósambík

Ljósmynd: Sacha Myers/Save the Children.
Ljósmynd: Sacha Myers/Save the Children.

Fellibylurinn Kenneth gekk á land í Mósambík fyrir viku síðan, aðeins um mánuði eftir að fellibylurinn Idai reið þar yfir. Fréttir berast af mikilli neyð á svæðinu og hafa Barnaheill – Save the Children fært viðbúnaðarstig á hæsta þrep. Neyðarskýlum hefur verið komið upp og heilbrigðisstarfsfólk og sérfræðingar í vernd barna hafa verið sendir á staðinn. Sem stendur hafa samtökin sett upp sex sjúkraskýli, tíu barnvæn svæði og 26 bráðabirgðaskóla. Starf samtakanna nær til 9.500 barna og matvælum hefur verið dreift til 67.000 manns.