Árangur í baráttunni gegn einelti byggir á forvörnum

Vináttuverkefni Barnaheilla er forvarnarverkefni gegn einelti í leikskólum. Barnaheill framleiðir og gefur út efnið á Íslandi í samstarfi við systursamtök Barnaheilla í Danmörku, Red barnet – Save the Children og Mary Fonden samtökin, sem þróuðu og gáfu efnið fyrst út 2007.

MOA á ÁlfaheiðiVináttuverkefni Barnaheilla er forvarnarverkefni gegn einelti í leikskólum. Barnaheill framleiðir og gefur út efnið á Íslandi í samstarfi við systursamtök Barnaheilla í Danmörku, Red barnet – Save the Children og Mary Fonden samtökin, sem þróuðu og gáfu efnið fyrst út 2007. Efnið nefnist Fri for mobberi á dönsku. Auk Íslands og Danmerkur er efnið einnig í notkun í Grænlandi og Eistalandi og fleiri lönd eru með notkun þess í farvatninu. Efnið er einnig til fyrir yngstu bekki grunnskóla og stefna Barnaheill að því að grunnskólaefnið verði einnig tekið í notkun hér á landi á næsta ári.

Vinátta byggir á nýjustu rannsóknum á einelti og ákveðinni hugmyndafræði og gildum sem skulu samofin öllu skólastarfi og eru jafnframt grunnurinn að verkefnum fyrir börn, starfsfólk og foreldra. Verkefnin eru í verkefnatösku ásamt Blæ bangsa sem er táknmynd vináttunnar í verkefninu. Blær fylgja svo hjálparbangsar fyrir hvert barn sem vinnur með verkefnið í hverjum leikskóla. Samkvæmt þeim rannsóknum sem Vinátta byggir á er einelti félagslegt, menningarlegt og samskiptalegt mein eða samskipti, en ekki einstaklingsbundið vandamál. Vinátta leggur áherslu á gildi margbreytileikans og á styrkleika hvers einstakling, því einelti þróast í aðstæðum og umhverfi  þar sem umburðarlyndi skortir gagnvart margbreytileikanum, gjarnan í umhverfi sem börn hafa ekkert val um að vera í og komast ekki burt úr, svo sem í skóla eða bekkjardeild. Vinátta leggur því áherslu á að skoða og vinna með hópinn sem

heild, samskiptamynstur og skólabrag, en ekki einblína á að einhver sé slæmur og annar góður, ekki á geranda og þolanda. Einelti getur þróast út frá aðstæðum sem í fljótu bragði virðast saklausar, eins og að skilja út undan í leik, eða vilja ekki leiða einhvern. Þegar tekist er á við þannig aðstæður er mikilvægt að að tryggja að allir komi út úr aðstæðum með reisn, en ekki séu búin til fórnarlömb og sökudólgar. Mikilvægt er að öll börnin fái tækifæri til að byggja upp sterka sjálfsmynd og samskiptahæfni og séu metin út frá eigin styrkleikum. Rannsóknir í Danmörku sýna góðan árangur af Vináttu – Fri for mobberi og ánægju meðal starfsfólks, barna og foreldra. Starfsfólk telur verkefnið aðgengilegt, auðvelt að vinna með og ber árangur, börnin hafa öðlast meiri hæfni við að mynda tengsl, sýna tilfinningar og samkennd, að setja sér mörk og greina óréttlæti. Foreldrar eru mjög ánægðir með að verið sé að vinna með forvarnir gegn einelti strax í leikskóla. Það eru h