Árás gerð á skrifstofur Save the Children í Afganistan

Yfirlýsing vegna árásar á skrifstofur Barnaheilla – Save the Children í Jalalabad í Afgangistan sem gerð var að morgni 24. janúar.

„Við erum harmi slegin eftir árásina í gær og það er með mikilli sorg sem við tilkynnum að fjórir úr starfsliði okkar létu lífið í árásinni. Þrír fundust látnir þegar í gær en sá fjórði, ungur maður á þrítugsaldri, fannst í morgun þegar ítarlegri leit var gerð í rústum skrifstofubyggingarinnar.

Árásin er glórulaust grimmdar- og ofbeldisverk þar sem fjölskyldur þeirra sem létust þurfa nú að sjá á eftir ástvinum sínum og upplifa mikla sorg og missi. Það á einnig við um allt starfsfólk samtakanna. Atburðir sem þessi hafa bein áhrif á börn og samfélög þar sem við störfum að vernd barna og í gær var gert hlé á allri starfsemi okkar í landinu. Starfsfólk okkar vinnur nú að því að koma mannúðarstarfi okkar í gang aftur og meta öryggismál á þeim svæðum þar sem samtökin starfa.“