Árásir á skóla í Sýrlandi

Á síðustu fjórum árum hefur meira en helmingur árása á skóla í heiminum átt sér stað í Sýrlandi, samkvæmt nýrri greiningu Barnaheilla – Save the Children. Á milli áranna 2011-2014 fengu Sameinuðu þjóðirnar upplýsingar um 8.428 árásir á skóla í 25 löndum, þar af voru 52% árásanna á sýrlenska skóla. Á þessu ári hafa 32 árásir átt sér stað á skóla í Sýrlandi, en þar sem aðgangur að mörgum svæðum er erfiður má ætla að talan sé mun hærri. Á árinu 2014 létust 160 börn í árásum á skóla í Sýrlandi.

Syria educationÁ síðustu fjórum árum hefur meira en helmingur árása á skóla í heiminum átt sér stað í Sýrlandi, samkvæmt nýrri greiningu Barnaheilla – Save the Children. Á milli áranna 2011-2014 fengu Sameinuðu þjóðirnar upplýsingar um 8.428 árásir á skóla í 25 löndum, þar af voru 52% árásanna á sýrlenska skóla. Á þessu ári hafa 32 árásir átt sér stað á skóla í Sýrlandi, en þar sem aðgangur að mörgum svæðum er erfiður má ætla að talan sé mun hærri. Á árinu 2014 létust 160 börn í árásum á skóla í Sýrlandi.

Nýting skólahúsnæðis í hernaðarlegum tilgangi var tilkynnt í 26 löndum á milli áranna 2005 til fyrri hluta árs 2015. Þar af voru flest tilfelli í Sýrlandi. Meira en 1.000 skólar hafa verið notaðir sem tímabundnar herstöðvar, fangabúðir eða til pyntinga og upplýsingar um ný tilfelli halda áfram að berast. Þetta er áhyggjuefni þar sem nákvæmur fjöldi er ekki kunnur og er líklega mun hærri en staðfestar tölur segja til um vegna skorts á upplýsingum og aðgangi að svæðunum. Notkun hers, andspyrnuhreyfinga og IS hefur leitt til skemmda á byggingum, tækjum og kennsluefni.

Á síðustu tveimur árum hefur 51 skóli sem Barnaheill – Save the Children styrkja orðið fyrir árásum, þar af 32 loftárásum. Auk þess hefur verið kveikt í, vopnaðir hópar hafa ráðist inn í skólana, skothríðir hafa verið gerðar og kennurum og nemendum verið hótað. Þann 2. apríl 2015 þurfti sem dæmi að koma 700 börnum út úr skóla sem samtökin styðja í Aleppo þegar sprengju var varpað á hann. Þrír skólar í Idleb voru svo illa skemmdir að þá þurfti að endurbyggja auk þess sem annar er ónothæfur eftir sprengjuárásir. Ein eldflaugin lenti sem dæmi á leikvelli skólans.

Skólar þurfa reglulega að gera hlé á starfsemi vegna sprengjuárása eða átaka í nágrenninu. Í maí á þessu ári þurfti að loka öllum skólum í Aleppo vegna sprengjuárása sem urðu til þess að þúsundir barna urðu af menntun og gátu ekki tekið árgangapróf. Sumir skólanna í borginni hafa þurft að færa skólastofur í kjallara til að reyna að tryggja öryggi barnanna. Barnaheill – Save the Children hafa hjálpað til við að gera slíkar breytingar á skólum auk þess að setja plast í glugga í stað glers.

Meðal skelfilegustu dæmanna sem tilkynnt hafa verið til Sameinuðu þjóðanna var frá apríl 2014 þegar 33 börn létust og 40 slösu&