Á sjötta þúsund undirskrifta söfnuðust

Barnaheill – Save the Children á Íslandi og nemendur úr Háteigsskóla afhentu í dag Kristjáni Þór Júlíussyni, mennta- og menningarmálaráðherra áskorun um að breyta grunnskólalögum og afnema gjaldtöku fyrir námsgögn. Á sjötta þúsund undirskriftir söfnuðust í átakinu en einnig er skorað á þingheim og sveitarfélög að vinna að breytingum eins fljótt og auðið er svo innkaupalistar verði ekki sendir út fyrir næsta skólaár.

Undirskriftaso¨fnun - afhendingBarnaheill – Save the Children á Íslandi og nemendur úr Háteigsskóla afhentu í dag Kristjáni Þór Júlíussyni, mennta- og menningarmálaráðherra áskorun um að breyta grunnskólalögum og afnema gjaldtöku fyrir námsgögn. Á sjötta þúsund undirskriftir söfnuðust í átakinu en einnig er skorað á þingheim og sveitarfélög að vinna að breytingum eins fljótt og auðið er svo innkaupalistar verði ekki sendir út fyrir næsta skólaár.

Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, las áskorunina upp fyrir ráðherra, og Katha Aþena Guðný Þorsteinsdóttir, fulltrúi í ungmennaráði Barnaheilla, hélt stutta ræðu þar sem hún talaði um réttindi barna út frá Barnasáttmálanum. Bekkjarfélagar hennar úr 9. HS í Háteigsskóla afhentu ráðherra renninginn með nöfnum þeirra sem skrifuðu undir.

Áskorunina má sjá í heild sinni hér að neðan, sem og ræðu Köthu Aþenu.

 

Áskorun til ráðherra

 

Herra Kristján Þór Júlíusson

mennta- og menningarráðherra

þingheimur og sveitarfélög

 

Reykjavík 22. mars 2017.

 

Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa frá árinu 2015 vakið athygli á kostnaði foreldra vegna innkaupa á námsgögnum grunnskólabarna. Slíkur kostnaður er ekki einungis töluverður baggi fyrir barnafjölskyldur heldur er sú hefð, að foreldrar beri þennan kostnað, í ósamræmi við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Sáttmálinn var lögfestur á Íslandi 20. febrúar 2013 og gildir því sem lög hér á landi. Í 28. grein hans er börnum tryggð gjaldfrjáls grunnmenntun og er kostnaðarþátttaka foreldra því í raun ólögleg. Þess vegna er óásættanlegt að innkaupalistar skuli enn vera við lýði í flestum grunnskólum landsins.

 

Gjaldtaka fyrir námsgögn felur einnig í sér mismunun fyrir börn sem þau eiga rétt á vernd gegn samkvæmt 2. grein Barnasáttmálans.

Á sjötta þúsund manns hafa skrifað undir áskorun á heimasíðu Barnaheilla. Við skorum á þig sem ráðherra menntamála – og þingheim allan - að breyta grunnskólalögum og setja skýrar reglur um að óheimilt sé að krefja foreldra um innkaup á gögnum eða taka við greiðslu fyrir gögn sem nota á vegna skólagöngu barna. Við skorum einnig á sveitarfélög að vinna að þessum breytingum eins fljótt og auðið er svo innkaupalistar verði ekki sendir út fyrir næsta skólaár.

 

Fyrir hönd Barnaheilla – Save