Áskoranir hefjast í Jólapeysunni

Jólapeysan er fjáröflunarverkefni Barnaheilla og í ár er safnað fyrir forvarnarverkefni gegn einelti í leikskólum. Fjöldi einstaklinga leggur söfnuninni lið og tekur áskorunum gegn því að fólk heiti á það á jolapeysan.is. Fyrsti einstaklingurinn til að framkvæma sína áskorun er Stefán Karl Stefánsson, leikari, sem klæðir sjálfan Trölla í jólapeysu á morgun, þriðjudaginn 2. desember í Bandaríkjunum, fyrst í viðtali á sjónvarpsstöðinni Fox og svo á leiksviði. Stefán ferðast nú um Bandaríkin með leiksýningunni ,,Þegar Trölli stal jólunum.”

Jólapeysan er fjáröflunarverkefni Barnaheilla og í ár er safnað fyrir forvarnarverkefni gegn einelti í leikskólum. Fjöldi einstaklinga leggur söfnuninni lið og tekur áskorunum gegn því að fólk heiti á það á jolapeysan.is. Fyrsti einstaklingurinn til að framkvæma sína áskorun er Stefán Karl Stefánsson, leikari, sem klæðir sjálfan Trölla í jólapeysu á morgun, þriðjudaginn 2. desember í Bandaríkjunum, fyrst í viðtali á sjónvarpsstöðinni Fox og svo á leiksviði. Stefán ferðast nú um Bandaríkin með leiksýningunni ,,Þegar Trölli stal jólunum.”

Á miðvikudaginn verður Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, í jólapeysu við störf sín á þinginu og fréttakonan vinsæla Telma L. Tómasson les fréttir í jólapeysu á Stöð 2.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, stýrir svo borginni í jólapeysu fimmtudaginn 4. desember.

Aðrar áskoranir:

5.12 – föstudagur kl 16:30 – Harpa Þorsteins rekur bolta frá Hlemmi og niður Laugaveginn
6.12 – laugardagur – Pollapönkarar flytja lag í jólapeysu á tónleikum í Bæjarbíó í Hafnarfirði sem hefjast kl 16:00
7.12 – sunnnudagur kl. 13:00 – Með okkar augum hópurinn fer á skauta í jólapeysum í Skautahöllinni Laugardal
9.12 – þriðjudagur – Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar fer í hot jóga í jólapeysu
10.12 – miðvikudagur - Már Guðmundsson, tilkynnir vaxtaákvörðun í Seðlabankanum
12.12 – föstudagur – Benedikt og Fannar klæðast jólapeysum í Hraðfréttum.
13.12 – laugardagur - Vilborg Arna gengur afturábak upp Esjuna í jólapeysu
13.12 – laugardagur - Ólafur Sigurðsson, sundkappi, syndir í jólapeysu á jólamóti sundfélags Hafnarfjarðar í Ásvallalaug
13.12 – laugardagur - Jólatónleikar Björgvins Halldórssonar
19.12 – föstudagur – Logi Bergmann Eiðsson í jólapeysu í þættinum sínum
24.12 – aðfangadagskvöld – Hildur Eir messar í jólapeysu

Þá ætlar Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa Fjarðaál, stýra starfsmannafundum í jólapeysu og Ágústa Eva Erlendsdóttir, leikkona, ætlar á víkingaþreksæfingu í Mjölni í jólapeysu og í klukkutíma gufubað strax á eftir.

Hér má sjá myndbönd þar sem nokkrir þátttakendur segja af hverju þeim þykir mikilvægt að leggja baráttunni gegn einelti lið.

Vinátta

20140926_151352499_iOSSöfnunarfé Jólapeysunnar 2014 rennur til Vináttu - f