Áskorun til stjórnvalda - það sem barninu er fyrir bestu

Stúlka í flóttamannabúðum í Grikklandi.
Stúlka í flóttamannabúðum í Grikklandi.

Barnaheill hafa sent áskorun á íslensk stjórnvöld varðandi flutning barna, í leit að alþjóðlegri vernd, úr landi. Áskorunin var send Alþingismönnum, forstjóra Útlendingastofnunar og formanni Kærunefndar útlendingamála. Í áskoruninni er bent á að samkvæmt lögum beri að meta áhrif ákvarðana stjórnvalda á líf þeirra barna sem ákvörðunin varðar. Það sem barni er fyrir bestu skal þannig ávallt hafa forgang við ákvarðanir.Áskorun til stjórnvalda - það sem er barninu fyrir bestu