Áskorun til stjórnvalda á Degi barnsins

Í dag er Dagur barnsins, árlegur opinber dagur sem komið var á árið 2007 til heiðurs börnum. Í tilefni af honum sendu Barnaheill áskorun til stjórnvalda þar sem þrýst er á að þau vinni að húsnæðisöryggi íslenskra barna. Síðustu ár hafa samtökin sent frá sér áskorun til að árétta að mannréttindi barna séu höfð í heiðri. Áskorunin í ár er svohljóðandi: 

Askorun_2015Í dag er Dagur barnsins, árlegur opinber dagur sem komið var á árið 2007 til heiðurs börnum. Í tilefni af honum sendu Barnaheill áskorun til stjórnvalda þar sem þrýst er á að þau vinni að húsnæðisöryggi íslenskra barna. Síðustu ár hafa samtökin sent frá sér áskorun til að árétta að mannréttindi barna séu höfð í heiðri. Áskorunin í ár er svohljóðandi: 

 

Áskorun til stjórnvalda í tilefni af Degi barnsins

HÚSNÆÐISÖRYGGI ER FORSENDA ÞROSKA OG HEILSU BARNA

Heimili sem er öruggt og heilsusamlegt er ein grundvallarforsenda fyrir þroska barna, heilsu þeirra, menntun og félagslífi. Börn þurfa aðstöðu og næði á heimili sínu til að vinna heimavinnu, leika sér og geta boðið félögum sínum heim. Börn sem búa við fátækt eru líklegri til að búa ekki við þessar aðstæður.?

SAMKVÆMT BARNASÁTTMÁLA SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA EIGA ÖLL BÖRN AÐ HAFA TÆKIFÆRI TIL AÐ LIFA OG ÞROSKAST OG BÚA VIÐ AÐSTÆÐUR SEM STUÐLA AÐ LÍKAMLEGUM, ANDLEGUM OG FÉLAGSLEGUM ÞROSKA ÞEIRRA. ÖLL BÖRN SKULU NJÓTA ÞESSARA RÉTTINDA OG EKKI MÁ MISMUNA ÞEIM SÖKUM STÖÐU ÞEIRRA EÐA FORELDRA ÞEIRRA.?

Þó er það þannig að vegna efnahagslegrar stöðu foreldra sinna búa ekki öll börn við ásættanlegar aðstæður eða jöfn tækifæri.

  • Á ÍSLANDI EIGA UM 12.000 BÖRN Á HÆTTU AÐ BÚA VIÐ FÁTÆKT EÐA FÉLAGSLEGA EINANGRUN
  • ALLT AÐ 30% ÞESSARA BARNA BÝR Í HÚSNÆÐI SEM ER ÓVIÐUNANDI OG ÞAU BÚA JAFNVEL VIÐ MIKIÐ ÞRÖNGBÝLI?
  • UM 40% BARNANNA BÝR VIÐ ÞÆR AÐSTÆÐUR AÐ HÚSNÆÐISKOSTNAÐUR ER FJÖLSKYLDUNNI ÞUNGUR BAGGI OG HENNI JAFNVEL OFVIÐA?
  • HLUTI BARNANNA BÝR VIÐ TÍÐA FLUTNINGA OG ÓÖRYGGI, SEM GERIR ÞAÐ AÐ VERKUM AÐ ÞAU NÁ EKKI AÐ FESTA RÆTUR OG EIGA Á HÆTTU AÐ VERÐA FÉLAGSLEGA EINANGRUÐ

Barnaheill - Save the Children á Íslandi hvetja stjórnvöld til að tryggja að allir eigi öruggt og heilsusamlegt heimili og að öll börn á Íslandi búi við tryggt húsnæði til lengri tíma. Samtökin skora á stjórnvöld og alla aðra sem málinu tengjast að taka höndum saman og vinna hratt og örugglega að því að ná þessu markmiði.

 

 Að alast upp við