Áskorun til þingheims á Degi barnsins

Barnaheill - Save the Children á Íslandi óska nýkjörnum þingmönnum og ríkistjórn til hamingju og óska þeim velfarnaðar í starfi á kjörtímabilinu. 

Í tilefni af Degi barnsins, sem haldinn er síðasta sunnudag í maímánuði, vilja samtökin minna á mikilvægi þess að réttindi barna séu höfð í heiðri hjá öllum þeim sem koma að umönnun og ákvörðunum er varða börn.

Eftirfarandi áskorun hefur verið send á alla þingmenn:

Barnaheill - Save the Children á Íslandi óska nýkjörnum þingmönnum og ríkistjórn til hamingju og óska þeim velfarnaðar í starfi á kjörtímabilinu. 

Í tilefni af Degi barnsins, sem haldinn er síðasta sunnudag í maímánuði, vilja samtökin minna á mikilvægi þess að réttindi barna séu höfð í heiðri hjá öllum þeim sem koma að umönnun og ákvörðunum er varða börn.

Eftirfarandi áskorun hefur verið send á alla þingmenn:

 

Áskorun til nýkjörins þings og ríkistjórnar
í tilefni af Degi barnsins


Barnaheill - Save the Children á Íslandi óska nýkjörnum þingmönnum og ríkistjórn til hamingju og óska þeim velfarnaðar í starfi á kjörtímabilinu.

Samtökin hafa barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í öllu sínu starfi og fagna því að nú sé búið að lögfesta sáttmálann á Íslandi, en slíkt er mikil réttarbót fyrir börn. Í Barnasáttmálanum er kveðið á um réttindi sem öll börn eiga að njóta. Því vilja samtökin hvetja þingið til að standa vörð um réttindi allra barna og gæta þess að engar ákvarðanir verði teknar sem skerða réttindi þeirra eða þeim verði mismunað sökum stöðu þeirra eða foreldra þeirra. Barnaheill vilja hvetja nýkjörið þing og ríkistjórn til að hafa hagsmuni barna og það sem börnum er fyrir bestu að leiðarljósi þegar mál er varða börn eru ráðin. Þar má meðal annars nefna:


• Að tryggja að ekkert barn á Íslandi þurfi að búa við fátækt.
• Að öll heilbrigðisþjónusta fyrir börn sé endurgjaldslaus, þar með talin tannlæknaþjónusta. Börnum verði því ekki mismunað vegna stöðu eða efnahags foreldra þeirra.
• Að skólum verði gert kleift að koma til móts við þarfir allra barna og þannig verði stuðlað að sterkri sjálfsmynd barna og minnkun á brottfalli úr framhaldsskólum.
• Að lögð verði áhersla á forvarnir, svo sem gegn hvers kyns ofbeldi gegn börnum og þannig komið í veg fyrir erfiðleika sem geta fylgt þeim fram eftir aldri.
• Að 37. gr barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna verði uppfyllt og þar með verði sakhæf börn ekki vistuð með fullorðnum föngum í framtíðinni.


Barnaheill - Save the Children á Íslandi vilja árétta að einstaklingar eru börn til 18 ára aldurs. Börn geta ekki sjálf staðið vörð um eigin réttindi og foreldrar eru ekki allir í stakk búnir til að veita börnum sínum þann stuðning, umönnun og vernd sem