Áskorun til yfirvalda vegna flóttabarna

Barnaheill sendu í dag yfirlýsingu til allra ráðherra sem sitja í nefnd um málefni flóttafólks og innflytjenda. Þess er farið á leit við nefndina að fjármagn verði aukið til neyðaraðstoðar hjálparsamtaka sem sinna flóttamönnunum þar sem þeir koma á land - og að tekið verði á móti börnum og fjölskyldum þeirra. Áhersla skuli lögð á að tryggja réttindi barna og það sem þeim sé fyrir bestu við alla ákvaðanatöku.

Sýrland barnBarnaheill sendu í dag yfirlýsingu til allra ráðherra sem sitja í nefnd um málefni flóttafólks og innflytjenda. Þess er farið á leit við nefndina að fjármagn verði aukið til neyðaraðstoðar hjálparsamtaka sem sinna flóttamönnunum þar sem þeir koma á land - og að tekið verði á móti börnum og fjölskyldum þeirra. Áhersla skuli lögð á að tryggja réttindi barna og það sem þeim sé fyrir bestu við alla ákvaðanatöku.

Yfirlýsingin er eftirfarandi:

„Ágæti ráðherra og fulltrúi í nefnd um málefni flóttafólks og innflytjenda. 

Barnaheill – Save the Children á Íslandi lýsa yfir miklum áhyggjum af þeim fjölda barna sem hafa flúið heimalönd sín á undanförnum mánuðum og komið til Evrópu í von um betra líf, ekki síst þeim sem eru án fjölskyldna sinna. 

Barnaheill skora á íslensk stjórnvöld að bregðast við ástandinu tafarlaust.

Annars vegar með því að veita aukafjármagni í neyðaraðstoð til hjálparsamtaka sem eru að sinna börnum þar sem þau hafa leitað verndar. Hins vegar með því að taka á móti flóttamönnum til Íslands, ekki síst börnum og fjölskyldum þeirra, svo og fylgdarlausum börnum.

Mikilvægt er að leggja áherslu á fjölskyldusameiningu og reyna til fulls að finna fjölskyldur þeirra barna sem eru fylgdarlaus. 

Það sem barni er fyrir bestu skal ráða við alla ákvarðanatöku varðandi framtíð barna á flótta og standa skal vörð um réttindi þeirra eins og kveðið er á um í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. 

Nú hafa fjölmargir einstaklingar boðið fram aðstoð sína og stuðning við flóttafólk. Barnaheill skora á stjórnvöld að bregðast við því sterka ákalli sem borist hefur frá almenningi og setja í gang aðgerðaráætlun til stuðnings flóttamönnum og forgangsraða í þágu barna.“