Áskorun um gjaldfrjálsan grunnskóla

Barnaheill - Save the Children á Íslandi hafa sent þingmönnum og sveitarfélögum bréf með áskorun um að tryggja börnum rétt sinn til að stunda grunnnám án endurgjalds.

 

IMG_0999aBarnaheill - Save the Children á Íslandi hafa sent þingmönnum og sveitarfélögum bréf með áskorun um að tryggja börnum rétt sinn til að stunda grunnnám án endurgjalds.

Áskorunin er svohljóðandi:

ÁSKORUN UM GJALDFRJÁLSAN GRUNNSKÓLA 

Öll börn eiga rétt á grunnmenntun án endurgjalds samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem Ísland hefur lögfest. Þar er jafnframt kveðið á um að ekki megi mismuna börnum sökum stöðu þeirra eða foreldra þeirra, svo sem vegna efnahags.

Löngum hefur það tíðkast að grunnskólar á Íslandi senda út lista til foreldra yfir gögn sem ætlast er til að þeir útvegi vegna skólagöngu barna sinna. Sá siður var orðinn að hefð löngu áður en Ísland staðfesti aðild að barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna árið 1990 og hefur ekki verið aflagður. 

Í lögum um grunnskóla frá 2008 (nr. 91, 31. gr) kemur fram að kennsla í skyldunámi í opinberum grunnskólum skuli veitt nemendum þeim að kostnaðarlausu og er óheimilt að krefja þá eða foreldra þeirra um greiðslu fyrir kennslu, þjónustu, námsgögn eða annað efni sem nemendum er gert skylt að nota í námi sínu. 

Þó kemur fram í lögunum að opinberum aðilum sé ekki skylt að leggja nemendum til gögn til persónulegra nota, svo sem ritföng og pappír, án þess að í raun sé skilgreint hvað persónuleg not þýðir. 

Að mati Barnaheilla – Save the Children á Íslandi eru öll gögn sem nemandi þarf að nota til skólagöngu sinnar hluti af námsgögnum, en ekki persónuleg gögn. Skólinn ætti því að útvega öll þau gögn sem hann telur nauðsynlegt að nemendur hafi tiltæk vegna náms, hvort sem það eru ritföng, pappír eða annað.

Barnaheill – Save the Children á Íslandi vilja jafnframt leggja áherslu á mikilvægi þess að öllum börnum sé gert kleift að taka þátt í öllu því starfi sem er á vegum skóla, eða aðila tengdum skólanum svo sem foreldrafélaga eða frístundaheimila, sama hvort starfið er hluti af skyldunámi eða ekki. Með gjaldtöku fyrir slíkt starf eða viðburði er hætta á mismunun barna vegna efnahagslegrar stöðu foreldra þeirra. 

Barnaheill – Save the Children á Íslandi leggja til að 31. gr. grunnskólalaga verði breytt og tekið fyrir alla gjaldtöku, þannig að grunnskólinn verði í raun gjaldfrjáls eins og kveðið er á um í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Barnaheill vilja jafnframt hvetja stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög að setja skýrar reglur um að óheimilt s&ea